- This viðburður has passed.
Heiðar í Háska- Garpsdalur

Heiðar í Háska- Garpsdalur 3.-4. Október
Nú leggjum við af stað í enn eina göngu um heiðar í háska. Núna verður hellings krem á kökunni þar sem við bjóðum áhugasömum gestum að gera þetta að tveggja daga fjöri. Í þetta sinn liggur leið okkar að Garpsdal þar sem gríðarlegar virkjanaframkvæmdir eru á teikniborðinu.
Valkvætt er að koma snemma á Laugardeginum beint í Þurranes og hitta hópinn en fyrir þau sem vilja byrja ævintýrið á föstudeginum þá höfum við dagskrána hér.
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER:
kl 16:00 safnast saman á bílaplaninu við Össur og raðað í bíla.
Ekið í Þurranes, 2 klst akstur. Gisting í gamla húsinu og eldunaraðstaða.
Verð fyrir gistingu: 6000 á manninn.(svefnpokapláss)
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER:
Kl 10:00 að upphafsstað að loknum morgunverði.
Nú horfum við til Garpsdals. Breytingar geta orðið á áður auglýstri gönguleið í samráði við landeigendur.
Miðað er við 2-3 klst á göngu og nestistund.
————
Ekið sem leið liggur í höfuðstaðinn að göngu lokinni.
Munið nesti fyrir kvöldverð, morgunverð og göngu.
