- This viðburður has passed.
Heiðar í Háska – Skoðum stærðarinnar mælingamastur.
11 september @ 17:00 - 19:00

Nú á fimmtudaginn er haldið aftur um Heiðar í Háska og í þetta sinn skoðum við stærðarinnar mælingamastur.
Mæting kl 17:00 á áningarstað við Nesjavallaveg en þar er mjög rúmgott stæði fyrir bíla. (smellið á slóðina eða notið hnitin 64.116705, -21.479747 )
Lýsing
Um er að ræða c.a. 2,5 km mjög létta göngu sem mun taka um 2 klst.fram og til baka með stoppum og leiðsögn. Markmiðið er að skoða 120 m hátt mælingamastur sem reist hefur verið fyrir áformað vindorkuver á svæðinu. Horft verður til þeirra áhrifa sem sjálft mastrið hefur og svo máta það við 210 metra hátt vindorkuver sem er áformað er þarna á svæðinu. Landið þarna á Mosfellsheiði er skilgreint sem þjóðlenda.
Á þennan viðburð í bakgarði höfuðborgarinnar geta allir mætt og líka þeir sem ekki eiga kost á að ganga. Þetta verður fróðleg kynning á málefninu en um leið gott tækifæri til að sýna samstöðu gegn því að landið leggist undir stóriðju vindorkurisanna. Áhrifin verða einnig tíunduð á áningarstað þar sem ásýnd og áhrif eru einnig umtalsverð frá mælimastri.
öll velkomin
Leiðsögn Kristín Helga Gunnarsdóttir og Andrés Skúlason Landvernd.