- This viðburður has passed.
Hver er tilgangurinn? Kynning á COP16 og COP29 ráðstefnunum
12 desember @ 17:00 - 18:00
FRÍTT INNFormaður Landverndar, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, er nýlega komin heim til Íslands eftir að hafa lagt land undir fót og sótt tvær ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnurnar sem Þorgerður sótti voru annarsvegar COP16 um samning um líffræðilegan fjölbreytileika, og haldin var í Cali í Kólumbíu, og hinsvegar COP29 um samning um loftslagsbreytingar, sem haldin var í Baku í Azerbaijan.
Ráðstefnurnar voru ólíkar en áttu það sameiginlegt að rifist var um orðalag sem skerpa á hvernig samkomulag næst um þessi stóru málefni samtímans. Þorgerður býður félögum í Landvernd á kynningu um ferðalagið og samningaviðræðurnar. Hvað átti sér stað innan sem utan formlegra samningaviðræða? Hvernig er að fara á tvær stórar ráðstefnur í einni beit? Eru þær einhvers virði? Þessu og fleiru ætlar Þorgerður að leitast við að svara í kynningunni.
Við hlökkum til að sjá ykkur!