Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Jónsmessuganga – sumardagskrá Alviðru

23. júní, 2024 @ 13:00 - 18:00

Sunnudag 23. júní kl. 13:00-18:00

Upp á Ingólfsfjall – Jónsmessuganga

Ingólfsfjall er 551 m hátt virðulegt móbergsfjall í Ölfusi. Fjallið er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður en aflíðandi til norðurs að bænum Litla-Hálsi. Fjallið er „bæjarfjall“ Selfyssinga og þangað sækja þeir neysluvatn sitt.

Ingólfsfjall er nefnt eftir Ingólfi Arnarsyni sem talinn er hafa verið fyrstur til að nema varanlega land á Íslandi. Hafði hann i vetursetu undir Ingólfsfjalli á leið til Reykjavíkur, að því  er segir í Landnámu, og flutti frá Reykjavík gamall maður aftur að fjallinu og lauk þar ævidögum sínum.

Gengið verður frá bænum Alviðru (Sjá á korti)  eftir merktri gönguleið um gönguskarð ofan við bæinn og upp að Inghól, þar sem Ingólfur landsnámsmaður var heygður. Þaðan er afar víðsýnt á góðum degi. Gangan upp og niður er brött og nokkuð erfið en gönguleiðin á fjallinu er auðveld. Ætla má að gangan taki um 4  klukkustundir.

Munið göngustaf, haldgóða skó, hlífðarföt og nestisbita. Leiðsögumaður er Tryggvi Felixson fv. formaður Landverndar sem oft hefur gengið á fjallið.

Boðið verður upp á kakó og kleinur í bænum að aflokinni göngu.

Þeim sem ekki treysta sér á fjallið er bent á ákaflega áhugaverða, fallega, vel  merkta og auðfarna gönguleið um Öndverðarnes II meðfram Soginu og Hvítá. Leiðbeiningar um þessa gönguleið verða veittar í Alviðru áður en gangan á fjallið hefst.

Allir eru hjartanlega velkomnir, en gott væri að fá vísbendingu um fjölda gesta og göngumanna með að senda tölvupóst á alvidra@landvernd.is.

 

Alviðra er friðland og fræðslumiðstöð Landverndar. Öndverðanes II er eign Árnesinga og er einnig friðland með merktum gönguleiðum og opið almenningi.

Staðsetning Alviðru: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AbqpbZ&x=402950&y=390092&type=map&nz=13.70

Í sumar stendur Alviðra fræðslusetur Landverndar fyrir öðrum skemmtilegum og fræðandi viðburðum. Dagskrá sumarsins hér: https://landvernd.is/sumardagskra-alvidru-2024/

 

Nánar

Dagsetning:
23. júní, 2024
Tímasetning:
13:00 - 18:00
Viðburður Tags: