Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Kjósum nægjusemi

6 nóvember @ 17:00 - 18:30

FRÍTT INN

Stígðu skrefið að aukinni hamingju og minna vistspori með því að velja nægjusemi.

Landvernd og Neytendasamtökin bjóða á fræðslustund um nægjusemi og neysluhyggju, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00-18:30, á Loft hostel. Fyrir þau sem ekki komast á svæðið verður viðburðinum streymt í gegnum Facebook síðu Landverndar. Ath. að þó verður ekki hægt að streyma umræðunum í lokin. 

„Nægjusemi – fyrir þig og umhverfið,“ er erindi Guðrúnar Schmidt, sérfræðings hjá Landvernd. Nægjusemi stuðlar ekki aðeins að aukinni hamingju og frelsi, heldur er hún grunnforsenda sjálfbærrar þróunar og árangri í loftslagsmálum. Guðrún kynnir fyrir okkur hugtakið nægjusemi, stöðu þess í vestrænum heimi og mikilvægi þess fyrir nútíð og framtíð – ekki síst í tengslum við loftslagsmál.

„Er ekki bara komið nógember?“, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fjallar um örfá atriði sem gott er að hafa í huga áður en þú sankar að þér öllu draslinu á kaupgleðileikjunum í nóvember.

Nægjusamur nóvember er hvatningarátak Landverndar og Grænfánans og er hugsað sem mótsvar við neysluhyggjunni sem einkennir þennan mánuð. Fyrirlesturinn er einn af mörgum viðburðum í Nægjusömum nóvember.

Gerum nægjusemi að nýja norminu!

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Nánar

Dagsetning:
6 nóvember
Tímasetning:
17:00 - 18:30
Verð:
FRÍTT INN
Viðburður Category:
Viðburður Tags:
,

Skipuleggjendur

Landvernd
Neytendasamtökin

Staður

Loft
Bankastræti 7
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map