Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Lífið í og við Sogið 

14 júní @ 14:00 - 16:00

Laugardaginn 14. júní 2025 kl. 14 – 16 munu náttúrufræðingarnir Einar Þorleifsson, Rannveig Thoroddsen og Skúli Skúlason, leiða létta fræðslugöngu um Þrastaskóg og Sogið. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu, um leið og fræðst verður um lífríki Sogsins, tengslum þess við Þingvallavatn, með áherslu á fiska, og dregin fram sérstaða þess og verðmæti og sett í alþjóðlegt samhengi.

Dagskráin hefst á hlaði Alviðru, sem er fræðslusetur Landverndar. Síðan verður haldið að Þrastalundi og gengið um skóginn og meðfram Soginu. Fræðslugangan er ætluð fólki á öllum aldri og börnin eru svo sannarlega velkomin. Takið með viðeigandi hlífðarfatnað og kíkir gæti komið að notum. Við lok göngu verða þjóðlegar veitingar í boði í Alviðrubænum. 

Sogið, Alviðrujörðin og Þrastaskógur er ævintýraheimur. Verið velkomin. 

Alviðrunefnd Landverndar

Nánar

Dagsetning:
14 júní
Tímasetning:
14:00 - 16:00
Viðburður Tags:

Staður

Alviðra
View Staður Website