Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Málþing – sjálfbærni, moldin og landið

21 maí @ 16:00 - 18:00

Málþingssstjóri: Heiðar Ingi Svansson, útgefandi.
Erindi: Stutt innleiðing – Ólafur Arnalds
Sjálfbærni – barátta Landverndar í hálfa öld – Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar
Moldin og ástandið – Fífa Jónsdóttir, fulltrúi stjórnar Ungra umhverfissinna
Moldin og loftslagið – Eyþór Eðvaldsson, baráttumaður og ráðgjafi
Viðmið og leiðbeiningar – Björn Barkarson, skrifstofustjóri um sjálfbæra landnýtingu, sjálfbærni, Matvælaráðuneytið.
Pallborð:
Pallborðsstjóri: Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (eða fulltrúi hennar, óstaðfest)
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðukona Sjálbærnistofnunar HÍ
Bryndís Marteinsdóttir, sviðstóri sjálbærrar landnýtingar, Land og Skógur
Eyþór Eðvaldsson, ráðgjafi
Árni Bragason, fyrrverandi landgræðslustjóri
Ólafur Arnalds, höfundur “Mold ert þú”.
Mold er undirstaða fæðuframleiðslu jarðarbúa, og er mikilvægur þáttur í fjölbreytni lífríkisins og kolefnishringrás jarðar. Jarðvegur hefur gríðarlega mikil áhrif á styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Ástand vistkerfa jarðar er víða mjög bágborið með stöðugt minnkandi líffræðilegri fjölbreytni og losun á CO2. Á fáum svæðum jarðar er ástandið jafn slæmt og á Íslandi þar sem landnýting er víða langt því frá að geta talist sjálfbær. Sjálfbær landnýting er nauðsynleg til að koma í veg fyrir hnignun vistkerfa og bætir möguleika á endurheimt þeirra – sem jafnframt stuðlar að bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu.
Á málþinginu verður m.a. vikið að mikilvægi moldarinnar sem og nýrri hugsun er varðar sjálfbæra landnýtingu hérlendis, en einnig hindrunum og þróun reglugerða sem ætlað er að færa stjórnsýslu landnýtingar til nútímans. Málþingið felst í stuttum erindum og pallborðsumræðum að þeim loknum. Málþingið er haldið í tilefni viðurkenningar Hagþenkis á bókinni “Mold ert þú” og áskorana sem felast í því að tryggja sjálfbæra landnýtingu.

Nánar

Dagsetning:
21 maí
Tímasetning:
16:00 - 18:00

Staður

Norræna husið