Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Náttúruvernd og skipulagsmál – Hvernig höfum við áhrif?

4 apríl @ 20:00 - 22:00

Við bjóðum öllu náttúruverndarfólki á rafrænt örnámskeið þann 4. apríl. Námskeiðinu er ætlað að gera skipulagsmálin aðgengilegri og kenna hvernig allir geta haft áhrif.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og stjórnarkona í Landvernd verður með stutta fræðslu um náttúruvernd og skipulagsmál. Að henni lokinni verður veitt rými fyrir spurningar.
Á örnámskeiðinu verður fengist við m.a.
* Hvaða ábyrgð hafa ólíkir aðilar í skipulagsmálum?
* Hvernig virkar mat á umhverfisáhrifum?
* Hvernig er ferlið? Skiptir máli hvenær við komum að málinu?
* Hvað eru aðalskipulag, deiliskipulag, svæðisskipulag?
* Hvernig getum við haft áhrif á skipulagsmál?
Nánari upplýsingar um námskeiðið koma þegar nær dregur.

Nánar

Dagsetning:
4 apríl
Tímasetning:
20:00 - 22:00
Website:
https://us02web.zoom.us/j/88356686406