- This viðburður has passed.
Rammaáætlun í ljósi reynslunnar

Endilega fylgist með streyminu hér.
Nú hafa hagsmunasamtök, náttúruverndarsinnar, rannsakendur og fagaðilar rammaáætlunar lýst yfir áhyggjum tengdum því að ítrekað hefur verið farið gegn ráðleggingum Rammaáætlunar. Þá skjóta upp kollinum spurningar á við: Er rammaáætlun að þjóna tilgangi sínum? Eru niðurstöðurnar svona auðhunsaðar? Hvað þarf að bæta?
Í náttúru Íslands er margs konar auð að finna. Ásókn í þessar auðlindir af hálfu ýmissa hópa er mikil og vaxandi. Oft skarast hagsmunir þessara hópa og hefur það leitt til ágreinings um nýtingu landsins. Rammaáætlun er verkfæri til að greiða úr þessum ágreiningi, og jafnframt samheiti yfir ákveðin lög, ferli og aðferðafræði sem hafa þróast samstíga gegnum tíðina til þess að leysa þetta verkefni á sem farsælastan hátt.
Fyrir 3 árum skoraði Landvernd á alþingismenn til þess að bregðast við göllum á rammaáætlun. Þar var sagt að rammaáætlun þjóni ekki tilgangi sínum ef framkvæmdaraðilar komast upp með að sneiða framhjá henni.
Laugardaginn 18. október, klukkan 13:00, stendur Landvernd fyrir viðburðinum “Rammaáætlun í ljósi reynslunnar” ásamt fleiri náttúruverndarasamtökum. Fundurinn verður haldinn í Veröld húsi Vigdísar á Háskólasvæðinu. Þar verða fræðsluerindi, pallborð og mikilvæg málefni á dagskrá.
Gestir eru beðnir um að skrá sig hér:
Hér eru drög að dagskrá fundarins
Staður: Veröld Vigdísar og streymi
Stund: Laugardagur 18. Október frá klukkan 13.00 – 16.00.
13.00 – 13.05 SETNING
KYNNING. formenn verkefnisstjórna rammaáætlunar
13.05 – 13.15. Almennt um aðferðafræði rammaáætlunar.
Erindi um Faghóp 1 : 13.15 – 13.20
Erindi um Þjórsárver: 13.20 – 13.35
Erindi um Hamarsvirkjun: 13.35 – 13.50
Erindi um Héraðsvötn: 13.50 – 14.05
Erindi um Garpsdal: 14.05 – 14.20.
Kaffi: 14.20 – 14.40
PALLBORÐ : 14.40 – 15.25
UMRÆÐUR. 15.25 – 15.45.
ÁLYKTUN FUNDAR borin upp til samþykktar og fundi slitið.
Einnig viljum við benda á að myndin Bóndinn og verksmiðjan verður sýnd í Bíó Paradís klukkan 17:00 að fundi loknum og hvetjum við áhugsöm að kíkja á hana.