- This viðburður has passed.
Skammdegisganga í Elliðaárdal
24. nóvember, 2024 @ 10:00 - 12:30
FRÍTT INNÍ tilefni af hvatningarverkefninu Nægjusamur nóvember bjóða Landvernd, Grænfáninn og Ferðafélag Íslands í skammdegisgöngu, sunnudaginn 24. nóvember í Elliðaárdal.
Mæting er við Toppstöðina í Elliðaárdal kl. 10:00 og er áætlað að gangan standi til hádegis.
Þau Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir leiða gönguna fyrir hönd Ferðafélags Íslands og segja okkur sögur af morðum, iðnvæðingu Íslands á 18. öld og sýna okkur útilegumannahelli sem fáir vita um.
Í lok göngunnar ætlum við síðan að setjast niður saman, maula á nesti og spjalla. Við hvetjum göngugarpa til að mæta með heitt á brúsa og smurt með!
Hlökkum til að sjá ykkur!