- This viðburður has passed.
Smádýralíf við Sogið – Sumardagskrá Alviðru
15. júní, 2024 @ 14:00 - 16:00
Laugardaginn 15. júní kl. 14:00 mun Gísli Már Gíslason skordýrafræðingur, fræða okkur um heim skordýranna.
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum.
Mæting á hlaðinu í Alviðri og svo verður farið að bökkum Sogsins, vatnsmestu lindá landsins. Gengið verður með bökkum fljótsins og teknir upp steinar úr vatninu við bakkana og skoðað smádýralíf á þeim, sem er aðallega rykmýslirfur og bitmýslirfur. Einnig eru þar vorflugnalirfur, og a.m.k. tvær aðrar ættir tvívængja, lækjarfluga og ránfluga.
Ofan vatns er hægt að háfa fullorðnar flugur þessara skordýra, sem og skordýr sem lifa allan sinn aldur á landi. Eftir skoðunaferðina verður boðið upp á kakó og kleinur í bóndabænum og samræður um mikilvægi skordýranna í lífríki Íslands.