Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Tengslarof náttúru og manns – hvað gerum við nú?

5 september @ 20:00 - 22:00

FJARFUNDUR
Hvernig getur núvitund og innri vegvísar veitt styrk og liðveislu í náttúru- og umhverfisvernd?

Vaxandi skilningur er meðal fólks og fræðimanna á að mörg þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag hvort sem er í umhverfis og loftslagmálum, vegna ófriðar og stríðsátaka, ófjöfnuðar, streitu, einmannaleika sé í raun afleiðing af ákveðnu tengslaleysi sem átt hefur sér stað milli manns og náttúru, milli fólks og einnig innra með okkur sjálfum.

Þetta tengslarof á að hluta til uppruna sinn í þeirri orðræðu að maðurinn sé aðskilinn frá náttúrunni og sé henni jafnvel æðri, að manneskjur séu óháðar hvor annarri og að sumar manneskjur séu æðri öðrum og einnig að hugurinn sé aðskilin frá líkamanum.
Rannsóknir hafa bent á að núvitund er hentug leið til að ná betri tengingu við sjálfan sig, aðra og náttúruna. Innri þættir, það er viðhorf og gildismat fólks eru lyftistöng þess viðsnúnings sem þarf að verða til að takast á við áskoranir samtímans. Við þurfum að hjálpast að við að snúa við þeirri framgöngu sem hefur leitt til þess að álag og virðingaleysi sligar fólk, samfélög og náttúru.

Við fáum hana Þuríði Helgu Kristjánsdóttur á félagakvöld Landverndar til að fara yfir málin með okkur.

Þuríður Helga er í kennaranámi í Mindfulness Based Sustainable Transformation sem þróað hefur verið af Inner Green Deal í samstarfi við Inner Development Goals og sjálfbærnideild Háskólans í Lundi. Námsefnið hefur meðal annars verið kennt við umhverfisstofnanir Evrópusambandsins og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir sýna að 43% þáttakenda finna aukna trú á eigin getu og 83% þátttakenda vilja innleiða meiri sjálfbærni í sínu lífi.

Öll sem mæta hafa möguleika á að skrá sig á námskeið hjá Þuríði þar sem farið er á dýptina um þessi mál.

Félagakvöld Landverndar eru fyrir félaga í Landvernd. Endilega skráið ykkur og takið þátt í starfinu.

https://landvernd.is/gerast-felagi/

Fundurinn fer fram á Zoomhttps://us02web.zoom.us/j/87366511785

Nánar

Dagsetning:
5 september
Tímasetning:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staður

Fjarfundur á Zoom

Skipuleggjandi

Landvernd