- This viðburður has passed.
Tengslarof náttúru og manns – hvað gerum við nú?
5. september, 2024 @ 20:00 - 22:00
Vaxandi skilningur er meðal fólks og fræðimanna á að mörg þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag hvort sem er í umhverfis og loftslagmálum, vegna ófriðar og stríðsátaka, ófjöfnuðar, streitu, einmannaleika sé í raun afleiðing af ákveðnu tengslaleysi sem átt hefur sér stað milli manns og náttúru, milli fólks og einnig innra með okkur sjálfum.
Við fáum hana Þuríði Helgu Kristjánsdóttur á félagakvöld Landverndar til að fara yfir málin með okkur.
Þuríður Helga er í kennaranámi í Mindfulness Based Sustainable Transformation sem þróað hefur verið af Inner Green Deal í samstarfi við Inner Development Goals og sjálfbærnideild Háskólans í Lundi. Námsefnið hefur meðal annars verið kennt við umhverfisstofnanir Evrópusambandsins og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir sýna að 43% þáttakenda finna aukna trú á eigin getu og 83% þátttakenda vilja innleiða meiri sjálfbærni í sínu lífi.
Öll sem mæta hafa möguleika á að skrá sig á námskeið hjá Þuríði þar sem farið er á dýptina um þessi mál.
https://landvernd.is/gerast-felagi/
Fundurinn fer fram á Zoom – https://us02web.zoom.us/j/87366511785