Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Uppskeruhátíð Alviðru

14 september @ 14:00 - 16:00
Myndataka: Páll Jökull - Uppskerudagur Alviðru

Viljið þið gæða ykkur á gjöfum móður náttúru? Komdu að fagna degi íslenskrar náttúru  í gullfallegri náttúruperlu við land Alviðru með góðan mat og notalegan félagsskap.

Í tengslum við dag íslenskrar náttúru verður boðið til veislu og uppskerudags í Alviðru sunnudaginn, 14. september, kl. 14-17. Veisluborð verða dúkuð og boðið verður upp á grænmetissmakk úr grenndargarðinum, kaffi og kakó. Gestir bera með sér veitingar að borðinu og njóta veislunnar saman undir stjórn Auðar I. Ottesen og Sigurðar Árna Þórðarsonar. Hið árlega Alviðruhlaup verður einnig á þessum uppskerudegi.

Auður og Sigurður Árni taka vel á móti gestum sem hvattir eru til að leggja lítilræði til Pálínuboðsins og njóta þess að gleðjast saman í Alviðru.

 

Verið velkomin!

(…með góða skapið, snarl og/eða hlaupaskóna)

Nánar

  • Dagsetning: 14 september
  • Tímasetning:
    14:00 - 16:00

Staður