- This viðburður has passed.
Upptaktur að COP
2 nóvember @ 13:00 - 16:00

Þann 2. nóvember næstkomandi stendur Landvernd fyrir loftslagsvinnustofum þar sem línurnar eru lagðar fyrir COP30 sem verður í Brasilíu 10-21 nóvember. Þorgerður María, formaður Landverndar og Laura Sólveig, forseti Ungra umhverfissinna munu sækja ráðstefnuna. Við bjóðum félögum náttúru og umhverfisverndarsamtaka að mæta á vinnustofur til þess að útbúa veganesti fyrir fulltrúana á COP.
Vinnustofurnar verða haldnar í húsakynnum Dósaverksmiðjunnar – tungumálaskóla sem eru til húsa í Skeifunni 11C.
Vinnustofurnar verða fjórar en þátttakendur velja sér tvær og taka svo þátt í samantekt frá öllum fjórum.
Mæting 13:00 kaffi og kruðerí. Frjálst flæði í kaffi allan tímann.
13:20 fyrsta vinnulota
14:00 Önnur vinnulota, Þátttakendur velja sér nýja vinnustofu.
14:40 Samantekt úr hverri vinnustofu
15:00 umræður
15:30 Fundi slitið
Stjórn vinnustofanna eru ekki af verri endanum:
Kamma og Vala Arnardóttir
Hellnasker
Þorgerður
Ungir umhverfissinnar
Geta Íslendingar verið stoltir af sínu framlagi til Parísarsamningsins? Hvernig erum við í samanburði við önnur lönd. Þessar vinnustofur eru fullkominn staður fyrir þessar spurningar og fleiri!
Komið og ræðið við fulltrúa okkar á leiðinni á þessa risastóru ráðstefnu í Bélem.