Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

Vinnustofa í teikningu til áhrifa – Félagakvöld Landverndar

13 mars @ 20:00 - 22:00

Á félagakvöldi Landverndar í mars ætlar Rán Flygenring að koma til okkar og halda vinnustofu í teikningu til áhrifa.
Rán hefur vakið athygli fyrir margt en meðal annars með því að gefa út nokkrar myndskýrslur um bæði hvalveiðar og fiskeldi.
Á vinnustofunni munum við ræða saman um áhrif teikninga og gera teikniæfingar saman. Blöð og pennar verða í boði en fólk er einnig hvatt til þess að koma með sín eigin teiknigögn.
Viðburðurinn er fyrir félaga í Landvernd. Öll geta gerst félagar á síðu Landverndar: www.landvernd.is/gerast-felagi/
Landvernd eru frjáls félagasamtök sem eru rekin með félagsgjöldum og styrkjum. Þú getur haft áhrif með því að ganga í Landvernd.
————————————–
Rán hefur sinnt margvíslegum hönnunar- og teiknistörfum á ferlinum; m.a. var hún grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi á vinnustofu Atla Hilmarssonar á árunum 2009-2010 og Hirðteiknari Reykjavíkurborgar árið 2011 áður en hún lagðist í tæplega áratugarlangt flakk um heiminn.
Rán er nú sjálfstætt starfandi mynd- og rithöfundur, listamaður og hönnuður í Reykjavík. Hún hefur skrifað bækur með eigin teikningum og texta og einnig unnið bækur í félagi við aðra. Bækur Ránar hafa komið út á ensku og þýsku, auk íslensku.
Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga til verðlauna fyrir verk sín, bæði á Íslandi og erlendis.

Nánar

Dagsetning:
13 mars
Tímasetning:
20:00 - 22:00
Website:
https://fb.me/e/2KsyhdYUy

Skipuleggjandi

Landvernd

Staður

Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartún 1
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map