Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

🌍 LOFTSLAGSKVÍÐI – SAMTAL SEM SKIPTIR MÁLI 🌱

29 september @ 17:00 - 18:30
loftslagskvíði
Viðburður í tilefni Guls september.

Finnið þið fyrir vanmáttarkennd eða kvíða þegar þið hugsið um loftslagsmálin? Þið eruð ekki ein.

Við lifum sannarlega á óvissutímum en með opinni umræðu og aukinni meðvitund getum við skapað rými fyrir von, aðgerðir og innri styrk. Mánudaginn 29. september bjóðum við ykkur á viðburð þar sem við getum deilt hugsunum og hugmyndum, hlýðum á erindi og lítum inn á við. Opið öllum

Þessi viðburður snýst bæði um vanmátt og von. Saman höfum við áhrif.

Ragnhildur Katla BSc í sálfræði og upplýsingafulltrúi Landverndar leiðir umræður og æfingar. En sérstakur gestur er Sverrir Norland, rithöfundur, útgefandi, hugmyndasmiður og fjölmiðlamaður. Hann hefur á síðustu árum flutt mörg hundruð fyrirlestra í skólum, fyrirtækjum og stofnunum, bæði út frá bókum sínum og eins um önnur efni spanna allt frá karlmennsku í samtímanum, loftslagsbreytingum, tækni, sköpunargáfu, hatursorðræðu og gervigreind

📅 [29.september 🕒 [17:00] 📍 [Loft hostel]

á viðburðinum verður samtal, æfingar og erindi.
Erindi þetta er byggt á samnefndri bók Sverris sem kom út árið 2021
Stríð og kliður: Hvað verður um ímyndunaraflið?
Þurfum við að endurhugsa samfélög okkar frá grunni? Eru það hinir gæfustu sem lifa af? Er heimurinn virkilega að farast? Búum við í tækniræði? Hvað verður um óhemjurnar?
Sverrir hefur gefið út tólf bækur, þ.m. talið lofuð verk á borð við Klettinn (2023) og Stríð og klið (2021). Þá hefur Sverrir gefið út tónlist við eigin texta, nú síðast breiðskífurnar Hinir gæfustu lifa af (2025) og Mér líður best illa (2024). Sverrir er með mastersgráðu í skapandi skrifum frá Middlesex University í London og BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Nánar

  • Dagsetning: 29 september
  • Tímasetning:
    17:00 - 18:30

Skipuleggjandi

  • Landvernd