Stjórn Landverndar kom saman í Alviðru í gær, 9. júní, ásamt verndara samtakanna Vigdís Finnbogadóttur til að gróðursetja 75 bjarkir sem nú mynda Vigdísarrjóður. Rjóðrið á að vera skjól þeim börnum sem í framtíðinni munu sækja fræðslu og útvist í Alviðru. Gróðursetningin er afmæliskveðja samtakanna til Vigdísar í tilefni af 75 ára afmæli hennar 15. apríl s.l. Árlega sækja um 2.000 skólabörn fræðslu og útvist í Alviðru en þar hefur Landvernd rekið fræðslusetur mörg undanfarin ár. Vigdís hefur sem verndari Landverndar verið ómetanleg og óþreytandi í stuðning sínum við starf samtakanna undanfarin ár.