Vilt þú auka hæfni þína í kennslu menntunar til sjálfbærni?

Námskeið fyrir kennara um valdeflingu nemenda í tengslum við loftslagsmál. 16. apríl 2021 hjá Endurmenntun.

Landvernd og Endurmenntun Háskóla Íslands standa saman að námskeiði fyrir kennara þar sem þátttakendur læra að beita aðferðum menntunar til sjálfbærni til að takast á við málefni loftslagsbreytinga og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með nemendum. Aðferðirnar eru valdeflandi og aðgerðamiðaðar og geta minnkað áhrif loftslagskvíða hjá nemendum sem við hann glíma.

Námskeiðið verður haldið föstudaginn 16. apríl kl. 9-16.

 Námskeiðið fer fram á tveimur stöðum samhliða, hjá Endurmenntun HÍ í Reykjavík og á Reyðarfirði. Þátttakendur mæta á þann stað sem þeim hentar best. 

Valdefling nemenda á tímum loftslagsbreytinga

Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir með afleiðingum á borð við hnignun lífbreytileika eru raunverulegar og aðkallandi ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir. Mikið er rætt um þessi mál í fjölmiðlum og víðar en lítið virðist ávinnast. Þetta getur valdið kvíða og vonleysi ekki síst hjá yngra fólki sem finnst það vanmáttugt gagnvart þessari ógn.

Menntun til sjálfbærni (e. Education for sustainabiity) og umbreytandi nám (e. transformative learning ) eru kennsluaðferðir sem valdefla ungt fólk til áhrifa í umhverfismálum og styðja við getu þeirra til aðgerða. Þar með geta þessar aðferðir átt þátt í að minnka áhrif kvíða sem þau finna fyrir í sambandi við umhverfismál og framtíðina. Í aðalnámskrá er m.a. kveðið á um að nota menntun til sjálfbærni og er það áskorun fyrir marga kennara. Markmið námskeiðsins er að þjálfa kennara í því að beita menntun til sjálfbærni og umbreytandi námi í kennslu um loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir, hnignun lífbreytileika og önnur málefni tengd sjálfbærri þróun og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Auk fræðslu um þessi málefni og tillögur að kennsluefni fá kennarar að spreyta sig á verkefnum sem þeir geta nýtt í eigin kennslu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Sjálfbærni og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Menntun til sjálfbærni

Valdeflingu nemenda sem mótvægi við loftslagskvíða

Loftslagsbreytingar

Hnignun lífbreytileika

Hægt er að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands með því að smella á þennan hlekk

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top