Dagskrá – sumar 2022
Þriðjudagskvöld 31. maí. kl. 19 – 22. Lúpínuhreinsun á Vogastapa, til að verja Stapagötuna. Árlegur viðburður, ísamvinnu við heimafólk í Vogum og Njarðvík. Hressing í lokin, undir berum himni, með útsýni af Stapanum. Umsjón: Þorvaldur Örn, s. 895 6841. Hér er skýrsla um vinnu á Vogastapa undanfarin ár.
Fleiri vinnukvöld á Vogastapa verða tilkynnt síðar. Mæting á Vogastapa, Vogamegin.
Fimmtudagskvöld 2. júní. Skógrækt með skógræktarfélaginu á Akranesi. Umsjón Grétar í s. 897 3136. Mæting viðStrætó/Nettó í Mjódd kl. 18 (safnast í bíla) eða á Akranesi kl. 19. Kaffiveitingar við lok vinnu.
Laugard. 18. júní (eða 20.6.?): Árleg lúpínuhringferð um Reykjanesfólkvang.
Falleg leið með leiðsögn. Mæting við N1 í Hafnarfirði kl. 9 eða í Seltún í Krýsuvík kl. 10. Framhald á vinnu sl. 10 ára, sjá skýrslu hér (vantar síðasta árið, 2020).
Umsjón: Þorvaldur Örn (s.895 6841) og Örn Þorvaldsson.
Sunnudag 19. júní: Slíta og slá lúpínu við Kleifarvatn, á Syðri-Stapa og við Hellur, m.a. tilraun með langlífi lúpínufræs. Umsjón Örn og Þorvaldur.
2.- 3. júlí Lúpínuhreinsunarferð í Skorradal. Þar komum við í veg fyrir útbreiðslu lúpínu yfir forna þjóðleið, Síldarmannagötur, í samstarfi við heimafólk. Lítum einnig á rannsókn á lifun lúpínufræs í jarðvegi sem sett var af stað 2020.Hulda á Fitjum býður í kvöldmat og gistingu á Fitjum. Umsjón fyrir Sjá: Hulda, og Þorvaldur s.895 6841. Hittumst hjá Nettó /Strætó í Mjódd að laugardagsmorgni kl. 9 og sameinumst í bíla.
Hægt að lesa um fyrri verk í Skorradal árin 2000, 2010 og 2011 hér; og árin 2012 og 2014 hér.
Einhver kvöld við mánaðamót júní-júlí: Tvær lúpínufrætilraunir ÞÖ, nálægt Reykjanesbraut. Kynnt á fb- síðu Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd og víðar, þegar nær dregur.
Þar verða einnig tilkynntar þær breytingar sem kunna að verða.
Alviðra í júlí. Vinna við ýmislegt með Hjördísi staðarhaldara. Nánar tilkynnt síðar.