Fréttir

Bláfáninn afhentur í Stykkishólmi, Kópavogi og á Suðureyri

Salome Hallfreðsdóttir    5.6.2015
Salome Hallfreðsdóttir

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Þeir staðir sem flagga Bláfánanum í ár eru smábátahafnirnar á Borgarfirði eystri, Patreksfirði, Bíldudal, Stykkishólmi, Suðureyri og Ýmishöfn í Kópavogi og baðstrendurnar Bláa lónið, Ylströndin í Nauthólsvík og Langisandur á Akranesi.

Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið. Meginmarkmið verkefnisins að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og efla umhverfisvitund bæði notenda og samfélagsins í heild.

Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi og hver sá sem fær að flagga honum getur verið stoltur af vinnu sinni að umhverfismálum. Það er sæmandi fiskveiðiþjóð og ferðamannalandi að gera kröfur um framúrskarandi umhverfisstjórnun í höfnum landsins og er Bláfáninn öflugt tæki til að stuðla að því.

Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi.

Kópavogur  Kópavogur  Kópavogur     Suðureyri     Suðureyri     Stykkishólmur    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg
Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð
Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.  Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði