Fréttir

Umhverfisvernd í jólagjöf, Bláfánaveifa o.fl.

Salome Hallfreðsdóttir    17.12.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Desemberfréttabréf Bláfánans má nálgast hér.

Umhverfisvernd í jólagjöf

Nú er hægt að gefa aðild að Landvernd í jólagjöf. Gjafabréfið má nálgast á skrifstofu Landverndar að Þórunnartúni 6 eða í síma 552-5242.

Nýtt efni á heimasíðu Bláfánans: Á heimasíðu Bláfánans má m.a. finna ýmsar góðar hugmyndir að umhverfisfræðsluverkefnum, hægt að skoða ný myndbönd af því hvernig bláfánaeftirliti er háttað o.fl. Einnig viljum við minna á að umsóknarfrestur til að sækja um Bláfánann fyrir næsta ár er 6. febrúar 2014.

Bláfánaveifa: Átak í fjölgun handhafa Bláfánans á Íslandi er verkefni sem við erum sífellt að vinna að. Við höfum hafist handa við að þróa ný umhverfisviðmið fyrir Bláfánaveifu hvalaskoðunarskipa og vonumst til að klára þá vinnu á næsta ári.

Náttúrulegar strendur: Nágrannaþjóðir okkar á Bretlandseyjum, þ.m.t. Írland, Skotland og Wales, hafa þróað umhverfisviðurkenningu fyrir náttúrulegar og lítt snortnar strendur samhliða bláfánaverkefninu og nefnist það Green Coast Award. Í því verkefni eru veittar viðurkenningar fyrir náttúrulegar strendur þar sem áhersla er lögð á vatnsgæði, hreinleika og upplýsingagjöf. Við höfum verið að skoða fýsileika þess að þróa slíkt verkefni hér á landi og teljum það eiga vel heima á Íslandi þar sem við státum af fallegum strandlengjum hringinn í kringum landið.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Afhending Metsco 2.jpg
Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hinsvegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkumála sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi.