Bláfáninn

Bláfáninn (e. Blue Flag) er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjálfbærri ferðaþjónustu á hafi (e. sustainable boating tourism operators) fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, gæði vatns og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf.

 

Bláfánaverkefnið varð til árið 1987 og er rekið á heimsvísu af regnlífasamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE), sem eru alþjóðleg samtök um umhverfismennt. Í dag er Bláfáninn útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum. Til marks um gæði verkefnisins hafa alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðaferðamálastofnunin (UNWTO) og Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) unnið með FEE að framgangi verkefnisins um árabil.

 

Sögu Bláfánans á heimasíðu er hægt að nálgast á heimasíðu Blue Flag. Verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi er Salome Hallfreðsdóttir.

 


 

Heimskort Bláfánans