Bláfáninn

„Verndum hafið og hafsvæði.
Drögum úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti,
bætum öryggi og eflum umhverfisvitund.“

 

Bláfáninn (e. Blue Flag) er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum.

Bláfánanum flagga; baðstrendur, smábátahafnir og aðilar í sjávarferðamennsku


Hafnir og strendur

Umhverfisstjórnun
Öryggi
og aðbúnaður
Vatnsgæði
Umhverfisfræðsla og upplýsingagjöf

 

 

Bláfáninn segir til um góða umhverfisstjórnun sem felst í því að fyrir hendi eru ílát til að flokka sorp til endurvinnslu, notkun sterkra efna sé haldið í skefjum, tekið sé á móti spilliefnum o.fl. Einnig er mikilvægt að boðið sé upp á góða hreinlætisaðstöðu.

Gerð er krafa um ákveðin vatnsgæði á baðstöðum og hreinleika vatns í höfnum.

 

Öryggismál eru mikilvægur þáttur og er nauðsynlegt að björgunar- og skyndihjálparbúnaður sé tiltækur á svæðinu. Einnig öryggisgæsla þar sem mikill mannfjöldi safnast saman á baðströndum.

umhverfisfræðsla sem miðar að því að vernda umhverfið þannig að starfshættir og önnur umgengni spilli ekki náttúrufari og lífríki til frambúðar er veigamikill hluti Bláfánaverkefna. Fræðslan fer fram með ýmsum hætti s.s. í formi lifandi viðburða, skólaverkefna, á vef og upplýsingaskiltum. Á Íslandi er algengt að útbúin sé aðstaða til fuglaskoðunar og víða má sjá dýralífsskilti.

Bláfáninn er verkfæri sem bætir umhverfisstjórnun, slysavarnir, gæði vatns og styður við öfluga fræðslu og upplýsingagjöf.

 

Handhafar Bláfánans víða um heim

 

Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við hún. 

Bláfáninn

Þórunnartúni 6
105 Reykjavík
sími: 5525242
blafaninn@landvernd.is

DSC_0049
Haustfréttir Bláfánans
Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum en í ár, en samtals flögguðu níu aðilar. Þetta voru baðstrendurnar Langisandur á Akranesi, Ylströndin í Nauthólsvík og Bláa Lónið og smábátahafnirnar Bíldudalshöfn, Borgarfjarðarhöfn, Grófin í Keflavík, Patrekshöfn á Patreksfirði, Stykkishólmshöfn og Ýmishöfn í Kópavogi.