Vistvernd í verki heimsækir SORPU

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Þátttakendum Vistverndar í verki var boðið í fræðsluheimsókn til SORPU nú fyrir skömmu.

Þátttakendum Vistverndar í verki var boðið í fræðsluheimsókn til SORPU nú fyrir skömmu. Gyða S. Björnsdóttir, kynningar- og fræðslufulltrúi SORPU tók vel á móti gestum. Hún hélt fróðlegan fyrirlestur um starfsemi fyrirtækisins, flokkun, endurvinnslu og sorp-hegðun Íslendinga og svaraði ótal snúnum spurningum frá áhugasömum gestum. Að því loknu fengum við rútuferð um móttökustöðina í Gufunesi og urðunarsvæðið í Álfsnesi og skoðuðum metansöfnuna í Álfsnesi. Vistvernd í verki þakkar Gyðu og SORPU fyrir okkur og bendir á heimasíðu SORPU www.sorpa.is þar sem miklar upplýsingar er að finna um flokkun og endurvinnslu og jafnvel hægt að horfa á myndband af endurvinnsluferli ferna.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd