Leitarniðurstöður

Gjástykki, landvernd.is

Heildstæð stefna um nýtingu háhita komi fyrst

Landvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins. Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki. Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.

Skoða nánar »
Gjástykki, landvernd.is

Landvernd styður friðlýsingu Gjástykkis

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.

Skoða nánar »

Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Á Degi umhverfisins útnefndi umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar og Snælandsskóla Varðliða umhverfisins. Þetta er þriðja árið í röð sem Varðliðar umhverfisins eru útnefndir. Krakkarnir úr árgangi 1997 í Grunnskóla Siglufjarðar sem voru útnefndir Varðliðar umhverfisins hlutu tilnefninguna fyrir verkefnið Jaðrakan. Nemendurnir fylgdust m.a. með ferðum merktra jaðrakana frá Bretlandseyjum til Íslands og tóku þátt í merkingum fugla hér á landi. Einnig létu nemendurnir sig búsvæði fuglanna varða, s.s. með ályktun um verndun þess.

Skoða nánar »

Tími ofnýtingar náttúruauðlinda liðinn!

Landgræðsla ríkisins og Landvernd bjóða til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 17. apríl kl. 12:15 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Roger Crofts, sem er alþjóðlegur ráðgjafi margra ríkisstjórna og félagasamtaka á sviði umhverfismála, fjallar í fyrirlestrinum um framtíðarsýn sem byggir á nýju gildismati, verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirlesturinn er á ensku.

Skoða nánar »
Lögum um náttúruvernd skal fylgja, Landvernd krefst þess að náttúran fái að njóta vafans og sinna lögvörðu réttinda, landvernd.is

Umsögn um tillögu að náttúruverndaráætlun

Landvernd telur tillögu að náttúruverndaráætlun um margt góða en saknar þess þó að fleiri háhitasvæði skuli ekki hafa ratað í hana. Svæði á borð við Brennisteinsfjöll, Reykjadal og Grændal á Hengilssvæði, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið o.fl.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Kennaranámskeið í Alviðru.

Kennaranámskeið var haldið í Alviðru 10. október s.l. Yfirskrift námskeiðsins var „Nám og kennsla um lífríkið í fersku vatni“ Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Bergmann höfundur bókarinnar „Lífríkið í fersku vatni“ Fullbókað var á námskeiðið en þátttakendur voru 16. Unnið var bæði úti og inni, farið var í þætti eins og hvar er best að taka sýni og hvað er að finna í vatninu.

Skoða nánar »

Nýir straumar í náttúruvernd

IUCN (the International Union for Conservation of Nature) eru alþjóðleg náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 1948 og fagna því 60 ára afmæli sínu á þessu ári. Um 8000 manns víðsvegar að úr heiminum tóku þátt í þeim 900 viðburðum sem í boði voru á þingi alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN í Barcelona.

Skoða nánar »

Á ferð um Teigsskóg

Um 90 manns mættu í gönguna um Teigsskóg þann 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum.

Skoða nánar »

Gjábakkavegsskýrsla Landverndar

Í greinargerð Landverndar er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til. Leiðirnar eru sýndar myndrænt og rýnt er í gagnsemi þeirra, kosti og galla. Forsendur eru krufðar og reynt að koma auga vanfundna þörfina.

Skoða nánar »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Keppni fyrir framhaldsskólanema

Keppni í fréttamennsku árið 2008. Ungir umhverfisfréttamenn yre.global/ er eitt af verkefnum FEE (Foundation for Environmental Education), samtökunum sem einnig halda utan um verkefnið um Grænfána (Eco-Schools).

Skoða nánar »
Scroll to Top