20070201100253237499

Háspennulínur Hellisheiði – Straumsvík athugasemdir Landverndar

Landvernd bendir í umsögn sinni til Skipulags- stofnunnar á að það skorti á heildarmynd í allri umfjöllun framkvæmdaaðila.

Háspennulínur Hellisheiði – Straumsvík athugasemdir Landverndar
Landvernd mælir með því að í auknum mæli verði horft til jarðstrengja við uppbyggingu orkuflutningakerfisins. Ekkert þessu líkt verður hinsvegar til skoðunar í umhverfismati nái tillaga Landsnets um matáætlun fram að ganga. Þar sem jarðstrengir virðast of dýrir miðað við umsamið orkuverð horfir Landsnet fyrst og fremst til þess að nota háspennulínur sem er ódýrasta tiltæka lausnin.

Landvernd bendir í umsögn sinni til Skipulagsstofnunnar á að það skorti á heildarmynd í allri umfjöllun framkvæmdaaðila inna orku og stóriðjugeirans um framkvæmdir. Meta þarf áform um virkjanir, hápsennulínur og stóriðjuver með heildstæðum hætti enda um hagsmuni allrar þjóðarinnar að ræða. Landvernd gerir athugasemd við framsetningu á sýndarvalkostum framkvæmdaaðila og leggja samtökin til aðra valkosti þar sem leitast er við að valda sem minnstu umhverfisraski og halda sjónmengun í lágmarki.

Of lágt orkuverð
Í tillögu Landsnets að matsáætlun virðist koma fram að umsamið orkuverð til Alcan standi ekki undir því að vandað sé til verka við gerð orkuflutningakerfisins. Fram kemur að aukinn kostnaður við orkuflutninga lendi á rafmagnsnotendum í formi hærra raforkuverðs og að það sé ein helsta ástæða þess að ekki er valið að leggja jarðstrengi. Sé það svo að orkuverð til álvera standi ekki undir því að jarðstrengir séu notaðir til orkuflutninga fær Landvernd ekki séð að áform um virkjanir, stóriðju og orkuflutninga séu tímabær.

Hér að neðan er úttdráttur úr umsögn Landverndar.


Valkostur 1 í tillögu Landsnets að matsáætlun. Til álita kemur að fara styðstu leið frá Bitru að Kolviðarhóli á milli Orustuhólshrauns og hlíðar Skarðsmýrar þrátt fyrir að því fylgi umtalsvert meira rask en þyrfti ef fylgt væri núverandi línuleið.

Úttdráttur úr umsögn Landverndar
Skortir heildarmynd
Samtökin telja að það skorti á að matsskyldar framkvæmdir sem varða hagsmuni fjölmargra sveitarfélaga séu skoðuð í samhengi eins og æskilegt væri sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Að þeirri vinnu þurfa að koma öll þau sveitarfélög sem málið varðar allt frá Þjórsá og út á Garðskaga. Þar til slíkt mat liggur fyrir er ótímabært að leggja mat á umhverifsáhrif einstakra framkvæmda þar sem skortir á heildstæða yfirsýn yfir áformaðar framkvæmdir.

Sýndarvalkostir skulu lagðir til hliðar
Það er viðtekin venja að í mati á umhverisáhrifum fjalli framkvæmdaaðili ítarlega um þann valkost sem hann hefur í hyggju að velja. Aðrir valkostir eru settir fram að því er virðist til þess að uppfylla ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Brýnt er að leikaraskapnum linni og að raunverulegir valkostir verði lagðir til grundvallar og metnir að fullu í mati á umhverfisáhrifum. Í ljósi þess hve miklu raski ný línuleið á milli hrauns og hlíðar, sbr. valkosti 1 og 2 á Hellisheiði, mun valda samanborið við þéttingu línuleiðarinnar sem fyrir er frá Ölkelduhálsi geta samtökin ekki fallist á að valkostir 1 og 2 séu raunverulegir valkostir. Hér virðast menn vera að gera það sem til þarf til þess að uppfylla lagabókstafinn og ber Skipulagsstofnun að hafna þessum sýndarvalkostum. Landvernd leggur til að skoðaðar verði aðrir valkostir þar sem í ríkari mæli er horft til jarðstrengja.

Jarðstrengir of dýrir fyrir umsamið orkuverð
Í tillögunni kemur fram að með vaxandi flutningsgetu eykst kostnaður við jarðstrengi. Í tillögu að matsáætlun kemur fram að kostnaðarauki er ein helsta ástæða þess að ekki sé í ríkari mæli horft til jarðstrengja. Eins og fram kemur ætti þessi kostnaðarauki að skila sér í hærra raforkuverði til orkukaupanda, sbr. eftirfarandi úr tillögu að matsáætlun:
„… Landsneti hf [eru] settar þær skyldur skv. 9. gr. raforkulaga að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Til að uppfylla þessa skyldu er ávallt reynt að halda kostnaði við uppbyggingu og rekstur flutningsnetsins sem lægstum, því að aukinn kostnaður lendir á rafmagnsnotendum í formi hærra raforkuverðs. Þetta er ein helsta ástæða þess að ekki er valið að leggja flutningslínur á hárri spennu í jörð…“
Í þessu tilfelli er rafmagnsnotandinn stóriðja í Straumsvík. Landvernd getur ekki fallist á að orkuverði til stóriðjunnar sé haldið niðri með ódýrum lausnum, s.s. loftlínum, sem auka verulega á heildar umhverfisáhrif framkvæmdanna sem um er að ræða. Sé það svo að orkuverð til álvera standi ekki undir því að jarðstrengir séu notaðir til orkuflutninga fær Landvernd ekki séð að áform um virkjanir, stóriðju og orkuflutninga séu tímabær.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.