Leitarniðurstöður

Landvernd fór með umsjón Bláfánans á árunum 2002-2018, landvernd.is

Umsóknir um Bláfánann 2008

Skrifstofa Landverndar er þessa dagana að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2008 til 21. febrúar nk.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Dagskrá að hefjast í Alviðru.

Árið 2007 var gott ár í Alviðru. Aðsókn var mjög góð, fjölmargir skólar komu með nemendur sína til Alviðru til þessa njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Alviðra vill þakka kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum sem hingað komu farsælt samstarf og ánægjuleg kynni.

Skoða nánar »
bitra, hverahlíð, Hengill - Ljósmynd, Kjartan Pétur Sigurðsson, góðfúslega tekin að láni frá www.hengill.nu.

Athugasemdir vegna Bitruvirkjunar

Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.

Skoða nánar »

Gjábakkavegur, ráðherra fresti útboði

Landvernd vill fresta útboði Gjábakkavegar. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er verkið á skrá yfir fyrirhuguð útboð þrátt fyrir að UNESCO fjalli nú um málefni Þjóðgarðsins og þá umhverfisvá sem líklega myndi hljótast af veginum.

Skoða nánar »

Gjábakkavegsvandinn: bent á hugsanlega lausn

Landvernd og NS hafa lagt til að legu Gjábakka- vegar verði breytt, þannig að leiðin liggi utan vatnasviðs Þingvallavatns. Tillagan gerir ráð fyrir að vestari hluti vegarins liggi sunnar en nú er ráðgert, nærri norðvestur mörkum Lyngdalsheiðar.

Skoða nánar »

Áskorun til Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar

Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

Skoða nánar »

Forsendur álvers í Helguvík brostnar?

Grindavík hafnar nýjum línuleiðum. Sandgerði hefur hafnað háspennulínum um Ósabotna og Stafnes. Vogar vilja sjá jarðstreng sem vakost. Ef marka má orð framkvæmdastjóra Landsnets er álver í Helguvík ekki lengur raunhæfur kostur.

Skoða nánar »

Hálendisvegaskýrsla Landverndar

Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.

Skoða nánar »

Heiðmörk: Kæru Landverndar vísað frá

Kæru Landverndar var vísað frá án efnislegrar meðhöndlunar þrátt fyrir augjós lögbrot og umtalsvert umhverfisrask. Frávísunin undirstrikar nauðsyn þess að rýmka kæruheimildir félagasamtaka í löggjöf um skipulagsmál.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Opinn veiðidagur

Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. 13 laxar veiddust einn daginn og yfir 80 laxar eru komnir á land í sumar.

Skoða nánar »

Leyndi Múlavirkjun ehf. gögnum?

Svo virðist sem forsvarsmenn Múlavirkjunar hafi leynt iðnaðarráðuneytið gögnum. Ef satt reynist er hér um alvarlegt brot að af hálfu framkvæmdaraðila að ræða og sætir jafnframt furðu hafi iðnaðarráðuneytið ekki kallað eftir gögnum hjá Skipulagsstofnun.

Skoða nánar »

Umhverfisstofnun um Hverfisfljót

Umhverfisstofnun telur að framkvæmdir vegna virkjunar Hverfisfljóts geti haft í för með sér umtalsverð sjónaræn áhrif og breytingar á ásýnd lands. Þetta kemur fram í umsögnum sem stofnunin sendi Skipulagsstofnun þegar unnið var að ákvörðun …

Skoða nánar »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Flæðigryfjur í Helguvík

Tveir einstaklingar sendu Skipulagsstofnun athugasemdir sem beinast að fyrirhugaðri flæðigryfju í Selvík. Í athugasemdunum er vakið máls á mörgum þáttum sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun …

Skoða nánar »
Scroll to Top