
Umsóknir um Bláfánann 2008
Skrifstofa Landverndar er þessa dagana að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2008 til 21. febrúar nk.
Skrifstofa Landverndar er þessa dagana að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2008 til 21. febrúar nk.
Árið 2007 var gott ár í Alviðru. Aðsókn var mjög góð, fjölmargir skólar komu með nemendur sína til Alviðru til þessa njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Alviðra vill þakka kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum sem hingað komu farsælt samstarf og ánægjuleg kynni.
Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.
Landvernd vill fresta útboði Gjábakkavegar. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er verkið á skrá yfir fyrirhuguð útboð þrátt fyrir að UNESCO fjalli nú um málefni Þjóðgarðsins og þá umhverfisvá sem líklega myndi hljótast af veginum.
Landvernd og NS hafa lagt til að legu Gjábakka- vegar verði breytt, þannig að leiðin liggi utan vatnasviðs Þingvallavatns. Tillagan gerir ráð fyrir að vestari hluti vegarins liggi sunnar en nú er ráðgert, nærri norðvestur mörkum Lyngdalsheiðar.
Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.
Grindavík hafnar nýjum línuleiðum. Sandgerði hefur hafnað háspennulínum um Ósabotna og Stafnes. Vogar vilja sjá jarðstreng sem vakost. Ef marka má orð framkvæmdastjóra Landsnets er álver í Helguvík ekki lengur raunhæfur kostur.
Landvernd beinir því til Skipulags- stofnunar að hún noti heimild sín og taki ákvörðun um að umhverfis- áhrif vegna virkjunar, orkuflutninga og kísilverksmiðjunnar sjálfrar verði metin sameiginlega. Orkuþörf verksmiðjunnar er um 660 GWst á ári.
Í tilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu kemur fram að Landsvirkjun hafi sótt um rannsóknarleyfi í Gjástykki í október 2004 þá er því haldið fram að bréfið sem frá Landsvirkjun í maí 2007 hafi verið ítrekun. Þar með er hálf sagan sögð.
Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.
Þátttakendum Vistverndar í verki var boðið í fræðsluheimsókn til SORPU nú fyrir skömmu.
Aðalfundur sendi frá sér átta ályktanir til verndar íslenskri náttúru. Ályktanirnar mynda grunn að víðtækri náttúruvernd með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og heiðursdoktur við Háskóla Islands hefur sent erindi til Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra vegna úrskurðar um Gjábakkaveg.
Kæru Landverndar var vísað frá án efnislegrar meðhöndlunar þrátt fyrir augjós lögbrot og umtalsvert umhverfisrask. Frávísunin undirstrikar nauðsyn þess að rýmka kæruheimildir félagasamtaka í löggjöf um skipulagsmál.
Svo virðist sem við virkjun Fjarðarár á Seyðisfirði stefni í lögleysu sambærilega við þá sem einkenndi framvæmdina við Múlavirkjun á Snæfellsnesi.
Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. 13 laxar veiddust einn daginn og yfir 80 laxar eru komnir á land í sumar.
Svo virðist sem forsvarsmenn Múlavirkjunar hafi leynt iðnaðarráðuneytið gögnum. Ef satt reynist er hér um alvarlegt brot að af hálfu framkvæmdaraðila að ræða og sætir jafnframt furðu hafi iðnaðarráðuneytið ekki kallað eftir gögnum hjá Skipulagsstofnun.
Umhverfisstofnun telur að framkvæmdir vegna virkjunar Hverfisfljóts geti haft í för með sér umtalsverð sjónaræn áhrif og breytingar á ásýnd lands. Þetta kemur fram í umsögnum sem stofnunin sendi Skipulagsstofnun þegar unnið var að ákvörðun …
Tveir einstaklingar sendu Skipulagsstofnun athugasemdir sem beinast að fyrirhugaðri flæðigryfju í Selvík. Í athugasemdunum er vakið máls á mörgum þáttum sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun …
Skýrslan fjallar aðeins um lítið brot af þeim umhverfisáhrifum sem myndu fylgja álveri í Helguvík. Ein og sér er skýrslan því alsendis ófullnægjandi til frekari málsmeðferðar og álitsgjafar af hálfu opinberra aðila.
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105 Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00
Kt. 6409710459