Hjólreiðar sem fullgildur samgöngukostur

Hjólreiðar eru umhverfisvænn samgöngumáti, landvernd.is
Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var nýlega var rætt um hjólreiðar sem vistvænan samgöngukost sem jafnframt hefur bætandi áhrif á heilsufar. Fundurinn samþykkti ályktun sem hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Mikilvægt skref í þessu sambandi er að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar um stofnbrautir fyrir hjólreiðar.

Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var nýlega, var rætt um hjólreiðar sem vistvænan samgöngukost sem jafnframt hefur bætandi áhrif á heilsufar. Fundurinn samþykkti ályktun sem hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Mikilvægt skref í þessu sambandi er að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar um stofnbrautir fyrir hjólreiðar.

Alþingi hefur haft til umfjöllunar þingsályktunartillögu um að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Óþarft er að tíunda þau skýru og góðu rök fyrir því að auka hlutdeild hjólreiða í samgöngum og nægir að vísa í stefnumörkun um sjálfbæra þróun, skýrslur sem ráðuneyti samgöngumála og Vegagerðin hafa tekið saman og þau áform stjórnvalda að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Allt ber þetta að sama brunni og undirstrikar mikilvægi greiðra samgönguleiðir fyrir reiðhjól með stofnbrautakerfi sem ríkisvaldið sjái um eða taki þátt í að kosta í samstarfi við sveitarfélögin.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd