Leyndi Múlavirkjun ehf. gögnum?

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Svo virðist sem forsvarsmenn Múlavirkjunar hafi leynt iðnaðarráðuneytið gögnum. Ef satt reynist er hér um alvarlegt brot að af hálfu framkvæmdaraðila að ræða og sætir jafnframt furðu hafi iðnaðarráðuneytið ekki kallað eftir gögnum hjá Skipulagsstofnun.

Kort Morgunblaðið, Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Efst fyrir miðju er Hraunsfjarðarvatn, þá Baulárvallavatn, Múlavirkjun og Straumfjarðará.

Samkvæmt fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag virðist sem forsvarsmenn Múlavirkjunar hafi leynt iðnaðarráðuneytið gögnum.

AÐ því er fram kemur i Morgunblaðinu í dag virðist sem Múlavirkjun hafi leynt iðnaðarráðuneytið gögnum. Svo virðist sem Múlavirkjun hafi fyrst unnið „plan A“ sem Umhverfisstofnun lagðist gegn og þá hafi þeir látið vinna „plan B“ sem Umhverfisstofnun reyndist sátt við. Í kjölfarið gefur Skipulagsstofnun grænt ljós á að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum. Iðnaðarráðuneytið, virðist skv. umfjöllun Morgunblaðsins í dag 28. júlí, hinsvegar ekki hafa fengið réttu gögnin heldur „plan A“ sem ekki var sát um að fram færi án umhvefismats. Ef satt reynist er hér um alvarlegt framferði af hálfu framkvæmdaraðila og sætir jafnframt furðu hafi iðnaðarráðuneytið ekki kallað eftir gögnum hjá Skipulagsstofnun.

Erindi Landverndar
Þann 19. júlí sendi Landvernd bygginganefnd Eyja- og Miklaholtshrepps erindi vegna Múlavirkjunar. Með erindinu er þess krafist að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Erindið, frétt um það og myndir má nálgast hér.

Umhverfisstofnun telur lífríki Stjraumfjarðarár stafa hætta af núverandi virkjun. „Urriðinn hrygnir í útfalli Straumfjarðarár í Baulárvallavatni, en þar er malarbotn. Urriðinn hrygnir ekki nema í straumvatni og því gerði Umhverfisstofnun það að skilyrði að uppistöðulón vegna virkjunarinnar myndi ekki ná saman við Baulárvallavatn, heldur myndi áin renna óröskuð á 10-20 metra kafla áður en hún félli í lónið. Það gekk ekki eftir.“ Mynd og heimild Morgunblaðið 25. ágúst.

 


Mynd, Morgunblaðið/Theodór. Neðst á myndinni má sjá stöðvarhús virkjunarinnar, þá því sem næst þurran farveg Straumfjarðarár upp að stíflumannvirkinu. Þar fyrir ofan tekur við Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn.

Talsmenn Múlavirkjunar
Eggert Kjartansson bóndi á Hofsstöðum, oddviti hreppsins og framkvæmdastjóri Múlavirkjunar ehf. segist ekki vita til þess að lögbrot hafi verið framin. Þá segir hann ekkert hæft í þeim fullyrðingum sem fram hafa komið undanfarið að virkjunin um sé stærri en gert hafi verið ráð fyrir, að því er fram kemur á vef Skessuhorns 25. júlí, sjá nánar hér.

Áhugaverðar fréttir:
Landvernd: Ráðuneyti í vanda með Múlavirkjun, Rúv 27. júlí.
Iðnaðarráðherra; Leyfi Múlavirkjunar ekki endurnýjað að óbreyttu, Rúv 27. júlí.
Skipulag þverbrotið á Snæfellsnesi, mbl.is 25. júlí.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top