Þingsáyktunartillaga um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is
Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Flutningsmenn tillögunnar eru llögu úr Náttúruverndaráætlun 1004 - 2008. Þessi tillaga er sett fram sem fylgiskjal með þingsályktunartillögunni. Þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Mörður Árnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

Þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Mörður Árnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

Tillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að Þjórsárver, stærsta og gróðurríkasta votlendi á hálendi Íslands, skuli vernduð í heild sinni. Í því augnamiði skuli núverandi mörkum friðlandsins í Þjórsárverum breytt og það stækkað þannig að sem mest af gróðurlendi svæðisins lendi innan friðlýsingarmarkanna ásamt með Þjórsá og nærliggjandi svæðum að Sultartangalóni. Þá skuli unnið að því að hið stækkaða Þjórsárverafriðland verði tilnefnt inn á heimsminjaskrá UNESCO. Alþingi felur ríkisstjórn að hefja nú þegar nauðsynlegan undirbúning að framkvæmd ályktunarinnar svo að auglýsa megi hin nýju friðlandsmörk eigi síðar en vorið 2007.

Hægt er að senda Nefndarsviði Alþingis, Austurstræti 8-10 – 150 Reykjavík, athugasemdir eða ábendingar vegna tillögunnar fyrir 10. nóvember.

Tillöguna ásamt greinargerð og viðauka er að finna hér.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd