Opinn veiðidagur

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.
Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. 13 laxar veiddust einn daginn og yfir 80 laxar eru komnir á land í sumar.

Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst frá kl. 11 – 18. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. Alls eru komnir 80 laxar á land í sumar og einn daginn veiddust 13 laxar.

Með opnum veiðidegi er ætlunin að gefa þeim sem ekki stunda stangveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fjórða árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru. Góð þátttaka hefur verið undanfarinn ár og almenn ánægja með framtakið. Ungir og aldnir eru hvattir til að mæta með stangirnar og reyna fyrir sér. Vanir veiðimenn frá SVFR verða til leiðsagnar. Boðið er upp á kakó, kaffi og kleinur í veiðihúsinu í Alviðru. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Alviðra og SVFR

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd