Gjástykki, landvernd.is

Heildstæð stefna um nýtingu háhita komi fyrst

Landvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins. Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki. Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.

Landvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins. Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki. Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.

Í athugasemdum Landverndar kemur fram að ekki sé sýnt fram á með fullnægjandi hætti að nauðsynlegt sé að færa orkuvinnslusvæðin inn á verndarsvæðin. Ennfremur að lítið sé vikið að hinu mikla náttúruverndargildi svæðisins og forsendum þess að svæðið sé svo skilgreint. Samtökin telja fyrirvara við orkuöflun í Gjástykki einnig óljósa og ekki setja neinar skorður á nýtingu svæðanna til orkuvinnslu, né heldur hömlur á röskun náttúru á norðanverðu Kröflusvæðinu.

Í athugasemdum kemur fram að Landvernd telur þá breytingu sem nú er lögð til á svæðisskipulagi miðhálendis í Kröflu og Gjástykki ekki tímabæra fyrr en að mótuð hefur verið heildstæð stefna um framtíðarnýtingu háhita á hálendi Íslands . Enn liggi niðurstaða úr 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma ekki fyrir.

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top