Sótt um fyrir leikskóla

Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn
Leikskólar hafa sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og unnið ákaflega vel á því sviði. Þeir hafa margir leitað eftir því að fá að taka sjálfstæðan þátt í Grænfánaverkefninu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins til að leita eftir að svo geti orðið.

Leikskólar hafa sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og unnið ákaflega vel á því sviði. Þeir hafa margir leitað eftir því að fá að taka sjálfstæðan þátt í Grænfánaverkefninu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins til að leita eftir að svo geti orðið.

Eitt meginskilyrði þátttöku skóla er að í skólanum starfi umhverfisráð sem stýrir umhverfisstefnu skólans og tekur ákvarðanir á lýðræðislegan hátt. Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í umhverfisráðinu til jafns á við skólastjóra, kennara o.fl., nokkuð sem varla er hugsanlegt þegar nemendur eru innan við sex ára aldur. Þeir tveir leikskólar sem nú eru skráðir í verkefnið vinna það í samvinnu við nálægan grunnskóla og skólarnir eru með sameiginlegt umhverfisráð. Svo virðist sem einhverjar þjóðir fari í kring um þetta skilyrði og í stað barnanna taki foreldrar þeirra sæti í umhverfisráðinu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins í Portúgal til að kanna hvort við gætum tekið upp það fyrirkomulag hérlendis.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd