Ályktanir frá aðalfundi Landverndar 2007

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Aðalfundur sendi frá sér átta ályktanir til verndar íslenskri náttúru. Ályktanirnar mynda grunn að víðtækri náttúruvernd með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Aðalfundur Landverndar var haldinn í Sesseljuhúsi, Sólheimum í Grímsnesi, laugardaginn 5. maí 2007. Á fundinum voru samþykktar átta ályktanir sem hverri um sig er ætlað að styrkja tiltekinn þátt í verndun íslenskrar náttúru. Ályktað var um vegagerð á forsendum náttúrunnar, verndun hálendisins, verndun hafs og stranda og stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, svo fátt eitt sé nefnt. Saman mynda ályktanirnar átta grunn að víðtækri náttúruvernd þar sem hagsmunir heildarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Ályktanir fundarins má nálgast hér.

Yfirlit yfir ályktanir aðalfundar
Almennir vegir og ferðamannavegir
Samgöngur á Vestfjörðum
Ráðstafanir vegna stórskipaumferðar við Ísland
Náttúrufarsleg verðmæti á höfuðborgarsvæðinu
Ályktun um orkufrekan iðnað
Ályktun um landsskipulag og miðhálendi Íslands
Stækkun friðlands í Þjórsárverum
Grunn- og yfirlitsrannsóknir á náttúrufari Íslands

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd