Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.
Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.

Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega. Um fræðsluverkefni Landverndar er góð sátt. Um önnur verkefni samtakanna verða stundum deilur og menn takast á um sjónarmið eins og eðlilegt er þegar um er að ræða stór verkefni þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Því miður hafa slíkar deilur stundum orðið til þess að aðildarfélög hafa sagt sig úr Landvernd og samtökin hugsanlega ekki fengið þá styrki sem þau annars hefðu fengið.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd