Alþjóðlegverkefni hér og þar

Fjöldi alþjóðlegra verkefna í skólum er slíkur að ef kennarar vildu gætu þeir líklega stöðugt látið nemendur sína vinna að þeim – og sleppt öllu öðru! Ekki er mælt með því en hitt er að það er ákaflega skemmtilegt að krydda daglegt puð með verkefnum sem vitað er að nemendur og kennarar í öðrum löndum eru líka að bauka við.

Fjöldi alþjóðlegra verkefna í skólum er slíkur að ef kennarar vildu gætu þeir líklega stöðugt látið nemendur sína vinna að þeim – og sleppt öllu öðru! Ekki er mælt með því en hitt er að það er ákaflega skemmtilegt að krydda daglegt puð með verkefnum sem vitað er að nemendur og kennarar í öðrum löndum eru líka að bauka við. Slík verkefni mynda tengsl út í heim og eru mikilvægur undirbúningur fyrir framtíðina í heimi þar sem samskipti þjóða á milli verða stöðugt meiri og mikilvægari og þá ekki síst í umhverfismálum.

Nú er nýlokið einu slíku verkefni á sviði umhverfismála, norrænu verkefni um vatnið. Skýrsla um það verkefni er á vef Menntagáttar og sérstaklega skal bent á vef sem unninn var í Grunnskólanum í Borgarnesi í þessu verkefni.

Verkefnið FÆRNI sem er Norrænt/baltneskt verkefni er að fara af stað og í því taka þátt 5 skólar frá hverju þátttökulanda.
Svo er það Skólakeppni grænu vikunnar sem allir geta tekið þátt í. Græna vikan er ráðstefna og sýning um umhverfismál og verður í vor haldin í Brussel 30. maí til 2. júní. Hluti af Grænu vikunni er samkeppni ætluð skólum til að hvetja ungt fólk frá Evrópulöndum til að læra um umhverfismál og tjá sig um þau í listrænni sköpun. Árið 2006 er samkeppnin tileinkuð líffræðilegum fjölbreytileika. Keppnin er tvískipt:
Teiknimyndasamkeppni fyrir 5-10 ára nemendur.
Myndbandasamkeppni fyrir nemendahópa 11-16 ára.


Verkefnum á að skila fyrir 25. mars. Úrval úr verkefnunum verður sýnt á sýningu í Brussel á Grænu vikunni og höfundum þriggja bestu verka í hvorum hópi verður boðið til Brussel til að vera viðstaddir.
Upplýsingar um keppnina eru á http://greenweek2006.eun.org. Og nánar um líffræðilegan fjölbreytileika í tengslum við keppnina á http://greenweek2006.eun.org/ww/en/pub/greenweek_2006/info/guide.htm
Það væri gaman ef einhverjir íslenskir skólar gætu tekið þátt og sent myndir eða myndbönd til Brussel!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd