Leitarniðurstöður

Hjólreiðar eru umhverfisvænn samgöngumáti, landvernd.is

Hjólreiðar sem fullgildur samgöngukostur

Á aðalfundi Landverndar, sem haldinn var nýlega var rætt um hjólreiðar sem vistvænan samgöngukost sem jafnframt hefur bætandi áhrif á heilsufar. Fundurinn samþykkti ályktun sem hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hjólreiðar verði formlega viðurkenndar og fái sess sem fullgildur kostur í samgöngumálum. Mikilvægt skref í þessu sambandi er að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar um stofnbrautir fyrir hjólreiðar.

Skoða nánar »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Vorannir Skóla á grænni grein

Nú eru vorannir að hefjast hjá stýrihópi Landverndar um Grænfána. Margir skólar vilja fá að flagga Grænfánanum í vorblænum áður en skólum er lokað að vori og sjá þannig blaktandi viðurkenningu fyrir allt erfiði vetrarins og undanfarinna ára. Í vor eru liðin tvö ár síðan fyrstu skólarnir fengu fána og þeir þurfa því að sækja um aftur nú og sýna fram á að starfinu hefur verið haldið áfram.

Skoða nánar »

Alþjóðlegverkefni hér og þar

Fjöldi alþjóðlegra verkefna í skólum er slíkur að ef kennarar vildu gætu þeir líklega stöðugt látið nemendur sína vinna að þeim – og sleppt öllu öðru! Ekki er mælt með því en hitt er að það er ákaflega skemmtilegt að krydda daglegt puð með verkefnum sem vitað er að nemendur og kennarar í öðrum löndum eru líka að bauka við.

Skoða nánar »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Sótt um fyrir leikskóla

Leikskólar hafa sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og unnið ákaflega vel á því sviði. Þeir hafa margir leitað eftir því að fá að taka sjálfstæðan þátt í Grænfánaverkefninu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins til að leita eftir að svo geti orðið.

Skoða nánar »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Grænfáninn annars staðar en í grunnskólum

Á fundi verkefnisstjóra um Grænfána í Dublin varð mikil umræða um hvort rétt væri að útvíkka verkefnið til annarra en grunnskóla svo sem leikskóla og háskóla. Langflestir voru á því að verkefnið ætti heima í öllum skólum. Einhvers staðar hafði elliheimili spurt hvort það gæti fengið Grænfána.

Skoða nánar »

Slitinn fáni við Andakílskóla- nýr á leiðinni

Skólinn hefur sótt um að fá að halda fánananum næstu tvö ár. Veður og vindar hafa sett mark sitt á gamla fánann sem blakti við skólann þegar skoðunarmenn Landverndar mættu á staðinn 4. maí s.l. Alls verða veittir 8 Grænfánar nú í vor til vitnis um gott umhverfsstarf og umhverfismennt.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru

Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.

Skoða nánar »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Ákvörðun um Suðvesturlínu felld úr gildi

Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 25. mars 2009 að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlína og öðrum framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík. Málinu hefur verið vísað til stofnunarinnar á ný til efnislegrar meðferðar og úrlausnar.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Opinn veiðidagur í Alviðru 21 júní

Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11-18. Á opnum veiðidegi gefst þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.

Skoða nánar »
Skógræktarfélag Rangæinga sem sér um skógræktarframkvæmdirnar á Geitasandi samkvæmt samningi við Kolvið. Hér má sjá Sigríði Heiðmundardóttur, formann skógræktarfélags Rangæinga, og skógræktin er komin í fullan gang.

Fyrsti Kolviðarskógurinn

Keyptar hafa verið 70.000 plöntur og nú hafa fyrstu trén í skógi Kolviðar á Geitasandi verið gróðursett. Er þar með lagður grunnur að fyrsta Kolviðarskóginum á Íslandi.

Skoða nánar »

Múlavirkjun verði lagfærð

Í erindi Landverndar til bygginganefndar Eyja- og Miklaholtshrepps er þess krafist að Múlavirkjun lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hún skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skoða nánar »
Náttúrlegir birkiskógar eru lögverndaðir með náttúruverndarlögum, lauftré eru lungu heimsins, landvernd.is

Kolviður bindur kolefni

Kolviður, umhverfisverkefni Landverndar og Skógræktarfélags Íslands, bindur kolefni með skógrækt. Íslendingar geta strax hafið aðgerðir til þess að sporna við gróðurhúsaáhrifunum.

Skoða nánar »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Teiknimyndasamkeppninni breytt

Á árinu 2004 er alþjóðlega verkefnið Skólar á grænni grein (Eco-Schools) 10 ára. Af því tilefni var efnt til alþjóðlegrar samkeppni barna og unglinga í gerð veggspjalda um umhverfismál.

Skoða nánar »
Scroll to Top