20070719153346387279

Múlavirkjun verði lagfærð

Í erindi Landverndar til bygginganefndar Eyja- og Miklaholtshrepps er þess krafist að Múlavirkjun lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hún skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Á myndinni má sjá að árfarvegur neðan stíflunnar er nánast þurr í fyrrihluta júlí mánaðar en rennsli ætti, skv. því sem til stóð, að vera 30-40% af eðlilegu rennsli þessa árstíma.

Landvernd hefur sent bygginganefnd Eyja- og Miklaholtshrepps erindi vegna Múlavirkjunar. Með erindinu er þess krafist að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Þann 7. nóvember 2003 tók Skipulagsstofnun ákvörðun um að Múlavirkjun skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Með því að byggja umfangsmeiri virkjun en til stóð hefur bæði verið brotið á skipulags- og byggingalögum sem og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Stíflan var byggð hærri en til stóð skv. þeim gögnum sem lögð voru fyrir Skipulagsstofnun og eru umhverfisáhrif meiri en gengið var út frá þegar ákvörðunin var tekin. Af þessum sökum er hætt við því að virkjunin valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár sem og lífríki Baulárvallavatns. Vatnsborði Baulárvallavatns hefur verið lyft umtalsvert með framkvæmdinni og ekkert náttúrulegt rennsli er nú í Straumfjarðará á milli vatnsins og lónsins við stífluna.

Bygginganefnd ætti að vera fullkomlega ljóst að lög hafa verið brotin enda hefur Skipulagsstofnun sent nefndinni bréf þar sem frávik frá þeim gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar eru tíunduð.


Vinstri myndin er tekin við stífluna og hægri myndin aðeins ofar í landinu. Myndirnar sýna að inntakslónið nær alla leið að Baulárvallavatni, sem þar með er orðið að stóru „inntakslóni“. Hér hefur augljóslega verið brotið gegn ákvörðun Skipulagsstofnunar. 

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur fram að yfirfall á stíflunni verði hannað með aflíðandi halla niður í farveg Straumfjarðarár þannig að lífrænt æti skili sér niður í farveg árinnar. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er yfirfallið ekki í samræmi við þessa lýsingu. Þá má ljóst vera að um yfirfallið fer ekki 30-40 % af rennsli árinnar eins og til stóð skv. þeim gögnum sem lágu til grundvallar.

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top