Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Landvernd sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Nefndarsvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 12. febrúar 2007

Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Frumvarp þetta er gert til góðra mála og er í mörgum greinum mjög vandlega unnið og skynuglega fram sett. Lengi má þó gott bæta og hér að neðan eru athugasemdir þar um. Ábendingarnar varða fyrst og fremst viss grundvallaratriði, einkum í I. kafla frumvarpsins, en einnig ýmis atriði um framkvæmd laganna. Með lagfæringum í samræmi við þær athugasemdir verður að telja, að frumvarp þetta muni horfa mjög til framfara.

Frumvarpið einkennist af framsali valds til ráðherra sem á, skv. frumvarpinu, að fjalla um fjölmörg atriði sem fremur ættu að vera á verksviði Alþingis. Gildissvið þessara tilvonandi laga hefur ekki verið skilgreint í frumvarpinu enda er hér ekki verið að stofna þjóðgarð heldur veita umhverfisráðherra heimild til friðlýsingar.

Nái frumvarpið óbreytt fram að ganga yrði stjórnsýsla þjóðgarðsins afar þung í vöfum. Umfangsmikil nefndarstörf þar sem vægi sveitarfélaga yrði of mikið setur svip sinn á frumvarpið umfram það sem venja er við stofnun þjóðgarða. Hér er um þjóðgarð en ekki héraðsgarða að ræða og umsýsla þjóðgarði á að sjálfsögðu að vera á forræði ríkisstjórnar í ríkari mæli en hér er gert ráð fyrir í frumvarpinu.

Í 19. grein er frjálsum félagasamtökum veitt aðildarheimild að stjórnsýslukærum. Almenningi er, að því er virðist, ekki heimilt að kæra innan stjórnsýslunnar. Þetta er ankannalegt þar sem skýrt kemur fram í markmiðum frumvarpsins að málefni verðandi þjóðgarðs varða almenning, „ Markmiðið […] og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er […]„ Landvernd beinir því til stjórnvalda að endurskoða þessa afstöðu og hafa heimildir almennings og frjálsra félagasamtaka í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í Árósarsamningnum sem íslensk stjórnvöld undirgengust 1998 en hafa enn ekki fullgilt. Á það jafnt við um kærurétt innan stjórnsýslunnar sem og aðra aðkomu og kærurétt á dómsstigi.

Í greinargerðarhluta þessarar umsagnar er gerð nánari grein og færð frekari rök fyrir athugasemdum Landverndar – 9 bls. pdf.

Með vinsemd og virðingu,

Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landverndar

Lesa umsögn Landverndar

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.