20061004164528556835

Yfirlýsing vegna áforma um virkjun Héraðsvatna.

Landvernd hefur varað sveitarstjórn Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Hagkvæmni Villinganesvirkjunar grundvallast á ...

Landvernd varar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Engin ákveðin áform eru uppi um virkjun Jökulsár Austari við Skatastaði og því ótímabært að festa þá virkjun inn á aðalskipulag. Villinganesvirkjun hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og orkuöflun hennar er bæði lítil og kostnaðarsöm eins og fram kom í fyrsta áfanga rammaáætlunar. Hagkvæmni virkjunar við Villinganes grundvallast á miðlun vegna Skatastaðavirkjunar og því telst Villinganesvirkjun ein og sér varla raunhæfur kostur út frá efnahagslegum sjónarmiðum enda virkjunin sögð hagkvæm sem „fyrsti áfangi virkjunar Héraðsvatna*.“ Þá skal bent á að umhverfiskostnaðinum hefur á þessu stigi ekki verið ljáð hagrænt gildi en sá kostnaður hlýtur að vera eðlileg breyta sem hluti af heildarkostnaði.

Landvernd minnir á að aðalskipulag markar landnýtingarstefnu sveitarstjórna. Með því að setja Villinganesvirkun inn á aðalskipulag hefur sveitarstjórnin í reynd lýst sig fylgjandi framkvæmdinni. Framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar, sem er eina leyfið sem á eftir að veita til þess að framkvæmdir geti hafist við Villinganes, er í framhaldinu aðeins formsatriði.

Landvernd minnir skagfirska sveitarstjórnarmenn á að þeir bera þunga ábyrgð varðandi þessi virkjunaráform. Jafnframt minnir Landvernd á að Ísland er eitt orkusölusvæði og að sveitarstjórn hefur lítið um það að segja hvernig orkunni verður ráðstafað. Það er háð ákvörðun eigenda virkjunarinnar.

Greinargerð
Árið 1999 fengu Héraðsvötn ehf., sem eru i eigu Rafmagnsveitna ríkisins og aðila í Skagafirði, lagaheimild til virkjunar við Villinganes sem er við ármót Austari- og Vestari Jökulsár. Á árunum 1999 – 2001 var unnið umhverfismat fyrir Villinganesvirkjun. Skipulagsstofnun úrskurðaði hinn 24. okt. 2001 að hún féllist á virkjunina með ákveðnum skilyrðum. Margir aðilar kærðu þann úrskurð til Umhverfisráðuneytis sem staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar 5. júlí 2002.

Í umsögn Landverndar, dags. 8. ágúst 2001, voru gerðar alvarlegar athugasemdir við umhverfismatsskýrslu Villinganesvirkjunar enda beindist mat á umhverfisáhrifum nær eingöngu að lónsstæðinu og næsta nágrenni þess. Lítið var fjallað um áhrif virkjunarinnar á náttúrufar neðan stíflunnar, s.s. áhrif á Eylendin og fuglalíf þeirra auk sjávarlífs Skagafjarðar. Þá mun minni setframburður og breytingar á rennsli valda rofi í farvegum neðan virkjunar og til lengri tíma litið má búast við að virkjunin hafi áhrif á stöðu lands við ströndina í Skagafirði.

Lón Villinganesvirkjunar myndi kaffæra ýmsar fornminjar, sérstakar jarðmyndanir, laugar, gróðurspildur og hreiðurstæði fugla. Stíflan mun hindra göngur laxfiska um efri hluta Héraðsvatna verði þeim ekki tryggð gönguleið með öðrum hætti. Í gljúfrunum, sem færu að hluta til á kaf, hefur byggst upp umalsverð atvinnustarfsemi þar sem afl jökulvatnanna er nýtt með sjálfbærum hætti til fljótasiglinga.

Upplýsingar um virkjunarkostina úr skýrslu rammaáætlunar.

* www.vst.is/verk/Villinganesvirkjun-MaU.pdf.

Nýlegar umsagnir

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Hlustum á vilja íbúa á Seyðisfirði – Umsögn vegna svæðisskipulags Austurlands

Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top