Úrslit í teiknimyndasamkeppninni

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Rúmenía og Portúgal voru í fyrsta sæti. Fossvogsskóli varð í 8. sæti og Engidalsskóli í 7. sæti. 

Nú hafa dómarar lokið störfum og niðurstaða fengin í teiknimyndasamkeppni Skóla á grænni grein. Í flokki barna fékk 1. verðlaun mynd Rúmeníu, 2. verðlaun mynd krakkanna í Portúgal og 3. verðlaun fóru til Írlands. Íslenska myndin sem krakkarnir í Fossvogsskóla gerðu var í 8. sæti. Í flokki unglinga fóru 1. verðlaunin til Portúgals, 2. verðlaunin til Búlgaríu og 3. verðlaunin til Skotlands. Myndin úr Engidalsskóla varð í 7. sæti.

Árangur okkar krakka er sannarlega góður því að þarna er verið að keppa úti í hinum stóra heimi. Framleidd verða póstkort eftir öllum þessum myndum og ættu þau að berast okkur fljótlega.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top