Fyrsti Kolviðarskógurinn

Skógræktarfélag Rangæinga sem sér um skógræktarframkvæmdirnar á Geitasandi samkvæmt samningi við Kolvið. Hér má sjá Sigríði Heiðmundardóttur, formann skógræktarfélags Rangæinga, og skógræktin er komin í fullan gang.
Keyptar hafa verið 70.000 plöntur og nú hafa fyrstu trén í skógi Kolviðar á Geitasandi verið gróðursett. Er þar með lagður grunnur að fyrsta Kolviðarskóginum á Íslandi.

Fyrstu trén í skógi Kolviðar á Geitasandi voru gróðursett í gær. Er þar með lagður grunnur að fyrsta Kolviðarskóginum á Íslandi. Kolviðarskógum er ætlað að binda kolefni til þess að sporna við losun CO2 frá samgöngum. Bakhjarlar Kolviðar eru Kaupþing, ríkisstjórn Íslands og Orkuveita Reykjavíkur. Hér má sjá fulltrúa bakhjarlanna Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings, Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra og Brynjar Stefánsson, frá Orkuveitu Reykjavíkur.

„Við fögnum þessum áfanga og þetta var stór dagur í sögu Kolviðar,„ segir Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kolviðar. Umhverfisverkefninu Kolviði var hleypt af stokkunum í vor. Nú þegar hafa fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki látið kolefnisjafna sig en það er hægt að gera með því að reikna út kolefnisnotkun sína á heimasíðu Kolviðar og kaupa tré til að jafna losunina. Kolviður sér síðan um að planta trjánum. „Við ætlum að planta fimmtíu þúsund trjám í þessari fyrstu lotu en nú þegar hafa verið keyptar hátt í sjötíu þúsund plöntur,„ segir Soffía. Á Geitasandi verða notaðar sex mismunandi trjátegundir og segir Soffía að það muni auka útivistargildi svæðisins.

Skógræktarfélag Rangæinga sem sér um skógræktarframkvæmdirnar á Geitasandi samkvæmt samningi við Kolvið. Hér má sjá Sigríði Heiðmundardóttur, formann skógræktarfélags Rangæinga, og skógræktin er komin í fullan gang.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd