Teiknimyndasamkeppninni breytt

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Á árinu 2004 er alþjóðlega verkefnið Skólar á grænni grein (Eco-Schools) 10 ára. Af því tilefni var efnt til alþjóðlegrar samkeppni barna og unglinga í gerð veggspjalda um umhverfismál.

Á árinu 2004 er alþjóðlega verkefnið Skólar á grænni grein (Eco-Schools) 10 ára. Af því tilefni var efnt til alþjóðlegrar samkeppni barna og unglinga í gerð veggspjalda um umhverfismál. Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn og unglingar. Hver aðildarþjóð átti að efna til samkeppni innan síns lands og velja eitt veggspjald í hvorum flokki. Senda átti síðan verðlaunaspjöldin til sýningar á Spáni og bjóða einum höfundi hvers verðlaunaspjalds að koma og vera viðstaddur sýninguna. Allt hljómaði þetta ákaflega spennandi en satt að segja ótrúlegt og margt fer öðru vísi en ætlað er.

Þegar til kom tókst alþjóðaskrifstofunni ekki að safna nægilegu fjármagni fyrir fargjöldum fyrir alla þá 130 aðila sem gert var ráð fyrir að kæmu til Madridar. Í öðru lagi breyttist ýmislegt á Spáni í kjölfar hryðjuverksins sem þar var unnið í fyrra vor. Síðan voru kosningar og stjórnarskipti á Spáni og í kjölfar þeirra nýtt fólk í ráðuneytum og stofnunum sem ekki var inni í málunum og því ekki eins jákvætt í afstöðu sinni og fyrirrennarar sem þekktu til verkefnisins frá upphafi. Allt þetta varð til þess að hætt var við þessa miklu sýningu og samkomu í Madrid, eða að minnsta kosti henni frestað, og fyrirkomulagi keppninnar breytt.

* Allar myndirnar eru nú komnar á vefinn.
* Allir verkefnisstjórar einstakra landa hafa dæmt þær og metið og sent niðurstöður sínar til dómnefndar sem gengur frá niðurstöðum.
* Nota á veturinn til að finna út hvort hægt sé að efna til einhvers konar viðburðar vegna þessarar keppni í apríl.

www.eco-schools.org/projects/ecocode/ec2004_children.pdf eða
www.eco-schools.org/projects/ecocode/ec2004_children.pps
og
www.eco-schools.org/projects/ecocode/ec2004_children.pdf eða
www.eco-schools.org/projects/ecocode/ec2004_children.pps

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top