Kolviður bindur kolefni

Náttúrlegir birkiskógar eru lögverndaðir með náttúruverndarlögum, lauftré eru lungu heimsins, landvernd.is
Kolviður, umhverfisverkefni Landverndar og Skógræktarfélags Íslands, bindur kolefni með skógrækt. Íslendingar geta strax hafið aðgerðir til þess að sporna við gróðurhúsaáhrifunum.

Kolefnisjöfnun fyrir fyrirtæki.

Kolviður, umhverfisverkefni Landverndar og Skógræktarfélags Íslands, bindur kolefni með skógrækt. Íslendingar geta strax hafið aðgerðir til þess að sporna við gróðurhúsaáhrifunum. Fyrirtæki eru hvott til þess að gera samninga við Kolvið til þess að kolefnisjafna samgögnur á vegum fyrirtækjanna.

Upphafið

Hugmyndin að stofnun Kolviðar kom frá hljómsveitinni Fræbbblunum, sem árið 2003 hélt minningartónleika um Joe Strummer, söngvara hljómsveitarinnar Clash sem var þekktur fyrir áhuga á loftslagsmálum. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Íslands. Ágóði tónleikanna rann til Kolviðar en ríkisstjórn Íslands gerði aðstandendum Kolviðar kleift að stofna sjóðinn formlega. Bakhjarlar sjóðsins auk ríkisstjórnarinnar eru Kaupþing og Orkuveita Reykjavíkur.

Hugmyndafræðin

Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, einkum koltvíoxíðs, hefur aukist gríðarlega á síðustu fimmtíu árum. Að óbreyttu mun sú aukning halda áfram af vaxandi þunga með geigvænlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífsskilyrði jarðarbúa. Þennan vöxt í styrk koltvíoxíðs má fyrst og fremst rekja til aukinnar brennslu jarðefnaeldsneytis. Hugmyndafræðin að baki Kolviði byggir á bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu með skógrækt en tré binda kolefni en leysa súrefni út í andrúmsloftið.

Ógnin

Fjölmargir telja hlýnun í lofthhjúpi jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu mestu ógn við umhverfið sem við stöndum nú frammi fyrir. Ýmsar þjóðir hafa gripið til mótaðgerða og víða um heim eru í undirbúningi lög og reglugerðir. Evrópusambandi hefur ákveðið að beita sér fyrir 20-30% samdrætti koltvíoxíðslosunar til 2020, Bretar eru með löggjöf í undirbúningi sem gerir ráð fyrir 60% samdrætti á CO2 losun til ársins 2050. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í febrúar s.l. nýja langtímastefnu í loftslagsmálum sem gerir ráð fyrir 50-75% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá árinu 1990 (sem er viðmiðunarár Kyoto bókunarinnar) til 2050. Þá samþykkti Alþingi nýlega lög um losun gróðurhúsalofttegunda.

Markmið

Markmið Kolviðar er að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda og gera þeim kleift að taka ábyrgð á eigin losun og að bregðast við með áþreifanlegum hætti. Markmið Kolviðar er að hvetja Íslendinga til að verða fyrsta þjóð heims til að kolefnisjafna útblásturáhrif samgöngutækja sinna með skógrækt. Kolviður mun ennfremur stuðla að gerð kennsluefnis um það jákvæða ferli sem á sér stað þegar tré binda kolefni og leysa súrefni úr læðingi Unnið verður með grunnskólabörnum, einnig er stefnt að því að vinna með nemendum á fleiri skólastigum.

Laufskógar eru lungu heimsins. Með ljóstillífun binda þau kolefni og senda frá sér súrefni.

Stjórn og fagráð

Stjórn Kolviðar skipa: Guðfinna S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður, Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar og Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Framkvæmdastjóri Kolviðar er Soffía Waag Árnadóttir.

Kolviður leggur áherslu á að vera í nánu samstarfi við helstu vísindamenn á þessu sviði sem miðla af þekkingu sinni og því nýjasta sem er að gerast í þessum efnum. Viðamiklar rannsóknir eru í gangi á bindingu kolefnis. Vegna þessa var fagráð Kolviðar stofnað en þar eiga sæti sextán fagaðilar.

Vefsíða

Þann 15. maí nk. verður vefsíða Kolviðar opnuð, www.kolvidur.is. Þar verður landsmönnum gefinn kostur á að reikna út á einfaldan hátt það magna koltvíoxíðs sem þeir losa út í andrúmsloftið með samgöngum sínum. Jafnframt gefst þeim tækifæri til að greiða fyrir þann fjölda trjáa sem þarf til að kolefnisjafna samgöngurnar. Kostnaður við að afkola hvern bíl fer eftir bensíneyðslu og árlegum akstri, en þumalputtareglan er að árlega þurfi að greiða fyrir hvern bíl sem samsvarar andvirði einnar áfyllingar á bílinn. – einn taknur á ári!

Kolviður tekur við greiðslunni og sér um að planta trjám.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd