Þingvellir. Þjóðgarðastofnun gæti elft náttúruvernd í landinu, landvernd.is

Gjábakkavegur – Ríkt tilefni til endurupptöku málsins

Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og heiðursdoktur við Háskóla Islands hefur sent erindi til Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra vegna úrskurðar um Gjábakkaveg.

Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og heiðursdoktur við Háskóla Islands hefur í erindi til Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra benta á alvarlega ágalla í úrskurði ráðuneytisins frá 10. maí s.l. um umhverfisáhrif Gjábakkavegar. Pétur telur að úrskurður ráðuneytisins byggi á ófullkomnum og röngum upplýsingum auk þess sem mikilvægir þættir í kæru Péturs hafi ekki verið rannsakaðir til hlýtar af hálfu ráðuneytisins. Því beri ráðuneytinu í samræmi við stjórnsýslulög að taka málið upp að nýju og fjalla aftur um kæruna.

Málsatvik eru þau að Pétur kærði úrskurð Skipulagsstofnunar um nýtt vegastæði á milli Laugarvatns og Þingvalla til umhverfisráðherra þar sem alvarlegir gallar voru á úrskurði stofnunarinnar. Pétur færði ýmis rök fyrir kæru sinni og mælti með því að vegabætur miðuðust við endurbætur á núverandi Gjábakkavegi en ekki nýtt vegastæði sem hefði fjölþætt neikvæð áhrif á umhverfið.

Úrskurður fer gegn áliti helstu fagaðila
Ein megin forsenda kæru Péturs er að nýtt vegastæði muni skaða lífríkið í Þingvallavatni vegna köfunarefnismengunar. Slík mengun er talin geta raskað búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna sem nú lifa í vatninu. Sérstök lög eru í gildi um verndun lífríkis Þingvallvatns. Helstu fagaðilar og sérfræðingar tóku undir þessi sjónarmið Péturs. Ráðuneytið tekur í úrskurði sínum ekki tillit til þessara sjónarmiða þrátt fyrir að ekkert hafi fram komið sem mælir gegn þeim.

Ekki kallað eftir umsögn Þingvallanefndar
Pétur færir einnig rök fyrir því að nýtt vegastæði á þessari leið muni leiða til tvöföldunar á vegakerfi svæðisins. Ráðuneytið vísar til umsagnar Vegagerðar og Bláskógabyggðar og hafnar rökum Péturs. Ráðuneytið leitar hins vegar ekki umsagnar Þingvallanefndar, en núverandi Gjabakkavegur er mikilvægur hluti samgöngukerfisins þjóðgarðsins og Þingvallanefnd því nauðsynlegur umsagnaraðili. Þannig hafnar ráðuneytið mikilvægum þætti í kæru Péturs án þess að rannsaka málsatvik í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þetta telur Pétur hljóti að vera rík ástæð fyrir endurupptöku málsins.

Stöðu á heimsminjaskrá ógnað
Pétur bendir á í kæru sinni að vegagerð á óröskuðu svæði muni skaða stöðu Þingvalla og Þingvallavatns á heimsminjaskrá UNESCO og er heimsminjanefndin honum sammála. Í úrskurði sínum fjallar ráðuneytið ekki um afstöðu heimsminjanefndar þrátt fyrir skýra afstöðu nefndarinnar í málinu.

Rannsóknarreglu stjórnsýslulaga ekki fullnægt
Þá telur Pétur að ráðuneytið hafi brugðist rannsóknaskyldu sinni þegar augljós rökvilla koma fram í upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegagerðin heldur því fram að umferð og mengun verði jafnmikil frá nýju vegastæði og endurbættum Gjábakkavegi. Pétur spyr því hvernig umhverfisráðuneytið geti fallist á þann rökstuðning Vegagerðarinnar að leið sem stofnunin telur að ekki sé greiðfær og jafnvel lokuð marga mánuði á ári geti kallað á sömu umferð og greiðfærari vegur sem hannaður er fyrir umferð á 90 km hraða, og eykur einnig gegnumstreymisumferð um þjóðgarðinn.

Pétur telur því að umhverfisráðuneytið hafi ekki undirbúið ákvörðun sína í samræmi við gildandi lög og því beri ráðuneytinu að taka málið upp aftur til frekari skoðunar.

Að áliti Péturs er til önnur og farsæl lausn í samgöngumálum svæðisins, sem felst í því að leggja leiðina út fyrir vatnasviðið frá Laugarvatni að Ýrafossi og áfram þjóðveginn.

Hér má nálgast bréf Péturs til umhverfisráðherra.

Stefna Péturs M. Jónassonar gegn Jóni Rögnvaldssyni. 

Frekari upplýsingar veitir:

Pétur M. Jónasson í síma 00 45 48 26 04 28 eða 00 45 35 32 19 16.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.