Alþingi veiti náttúruverndaráætlun brautargengi
Stjórn Landverndar gerir sér ljóst að sveitarstjórnir, hagsmunaaðilar og landeigendur geta ekki, á þessu stigi málsins, tekið endanlega afstöðu til þeirra tillagna sem felast í tillögu umhverfisráðherra um náttúruverndaráætlun. Þetta ætti ekki að hindra Alþingi í að samþykkja áætlunina sem almenna stefnumörkun þar sem síðar yrðu svæðin afmörkuð og friðlýsingarskilmálar tilgreindir í góðri samvinnu við alla viðkomandi aðila, enda er það forsenda árangurs.