
Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011
Nú í aðdraganda aðalfundar hefur uppstillingarnefnd Landverndar borist framboð frá nokkrum einstaklingum, bæði til stjórnar og formennsku. Tveir eru í framboði til formanns Landverndar á komandi aðalfundi, þeir Björgólfur Thorsteinsson núverandi formaður og Guðmundur Hörður Guðmundsson.