Day: desember 29, 2011

Grænavatnsganga

Í tilefni af aldarminningu Sigurðar Þórarinssonar
Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn.

Scroll to Top