10 MW virkjanir geta valdið miklum skaða. Umsögn Landverndar smávirkjanir.
Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt.