Fossinn Skuggi í Borgarfirði, Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt, landvernd.is

10 MW virkjanir geta valdið miklum skaða. Umsögn Landverndar smávirkjanir.

Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt.

Umsögn Landverndar um tillögu
til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir, 310. mál.

 

 

Landvernd hefur skoðað ofannefnda þingsályktunartillögu og greinagerð með henni.  Stjórn Landverndar bendir á að nú þegar er starfandi hópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðherra sem hefur það hlutverk að skoða heildstætt lög um mat á umhverfisáhrifum og tengda löggjöf.  Hópurinn tók til starfa í byrjun árs 2019. Það er skilningur stjórnar Landverndar að sú endurskoðun á lögum, sem lögð er til í ofangreindri tillögu, falli undir starfshóp umhverfisráðherra um heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.  Í þeim hópi á atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fulltrúa og mælir stjórn Landverndar með því að honum verði falið að koma þeim sjónarmiðum sem fram koma í greinagerð með ofangreindri tillögu á framfæri í starfshópnum. Sjálfsagt er gagnlegt að skoða vel hvort sú leið sem Norðmenn hafa valið, og vísað er til í greinargerð við tillöguna, hafi reynst vel og falli að íslenskum aðstæðum.

 

 

Virkjum ekki svæði í biðflokki!

 

 

Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Í því sambandi er rétt að benda á mörg dæmi um fyrirhugaðar virkjanir með áætlað afl upp á 9,9 MW.  Virkjanaraðilar kynna virkjanakosti upp á 9,9 MW þannig að þeir falli ekki undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (sk. rammaáætlun) en stefna leynt og ljóst að stækkun virkjunarinnar og stilla áformum sínum þannig upp óháð raunverulegu afli virkjunarinnar.

Verndum miðhálendið, Verndum Hagavatn og víðerni við Langjökul, landvernd.is
Séð yfir farið frá Hagavatni.

Dæmi um þetta eru Brúarvirkjun og Hagavatnsvirkjun. Hagavatnsvirkjun upp á 20 MW er í biðflokki rammaáætlunar 3 en Orkustofnun hefur veitt rannsóknarleyfi fyrir því að skoða virkjun upp á 9,9 MW (sjá til dæmis góða umfjöllun Kjarnans um málið[1]). Þarna er um að ræða sömu framkvæmd, sömu umhverfisáhrif en með aðstoð Orkustofnunar reynir framkvæmdaraðili að komast hjá mati rammaáætlunar á virkjunarkostinum. 

10 MW viðmið er of hátt

Landvernd telur 10 MW viðmiðið bæði
vera of hátt og misheppnað enda hafa virkjunaraðilar og Orkustofnun sýnt að þau
reyna að víkja sér undan eðlilegum farvegi fyrir stærri virkjunarframkvæmdir með
því að kalla þær smávirkjanir eins og dæmið um Hagavatnsvirkjun sýnir.   Finna verður lausn á þessu svo bæði
viðkomandi stjórnsýslustofnun og virkjunaraðili fari ekki bæði leynt og ljóst
framhjá þessu ákvæði.

Þá er nauðsynlegt að halda því til haga að umhverfismat er ekki óþægilegt formsatriði sem þarf að afgreiða heldur er það nauðsynlegur hluti af yfirvegaðri og faglegri ákvarðanatöku með aðkomu almennings um okkar verðmætustu auðlindir og áhrifin af nýtingu þeirra.  Of mörg dæmi eru um að niðurstaða mats á umhverfisáhrifum sé léttvæg metin þegar kemur að því að taka endanlega ákvörðun um framkvæmdir.

Tillagan á heima hjá starfshópi um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Að lokum ítrekar stjórn Landverndar
þá skoðun sína að þessi tillaga eigi heima hjá starfshópi umhverfis- og
auðlindaráðherra um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri


[1] https://kjarninn.is/skyring/2020-02-22-hagavatnsvirkjun-fra-storhugmynd-til-smavirkjunar/

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin

Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top