Umgjörð loftslagsmála á Íslandi veik
Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.